Veiðiheimildir og hugmynd formanns Samfylkingarinnar.

Að setja hluta veiðiheimilda á markað er hugmynd sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra setti fram nú í vikunni á þingmannafundi Samfylkingarinnar sem haldinn var á Akureyri. Sá hluti veiðiheimilda sem nú er eyrnamerktur sem "byggðakvóti"  er um 12 þúsund tonn /ári,og er utan hinna hefðbundnu aflaheimilda, verði settur á almennan markað og boðinn hæstbjóðanda. Andvirði sölunnar renni til sjávarbyggðanna til atvinnusköpunar . Hér er lagt til að opna nokkuð hið harðlæsta kvótakerfi sem fengið hefur falleinkunn hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og þorra þjóðarinnar.

Þessi "byggðakvóti" hefur verið bastarður , sýnd veiði en ekki gefin vegna mikilla reglugerðargirðinga og  hefur nýst byggðunum illa , oftar en ekki aðeins litlum hluta hans verið úthlutað í raun.

Það eru aðeins rúmir 2 mánuðir þar til Íslendingar verða að bregðast við áliti  Mannréttindanefndar S.Þ. og leggja fram trúverðugar skýringar á hvernig við hyggjumst bregðast við með þetta mannréttindabrota fiskveiðistjórnunarkerfi okkar..kerfi sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur samkv. skoðanakönnunum.

Hugmynd formanns Samfylkingarinnar með opið almennt uppboð á þessum 12 þús. tonna "byggðakvóta" er stórt skref í þá átt að uppfylla þau skilyrði sem mannréttindanefnd S.Þ telur að vanti í kvótakerfið.

Ekki er vafi á því að lausn sem þessi og þá með mun stærri aflahlutdeild, kæmi sjávarbyggðunum afar vel og myndi stórtefla þær  og alveg öfugt við núverandi kerfi.

Skilyrða verður nýtingu þessara aflaheimilda þannig að byggðalögin kringum landið njóti forgangs og að aflinn komi í byggðalögin til ráðstöfunar en fari ekki beint í gámaskip erlendra kaupenda eins og nú er með fiskinn og við verðum vitni að um land allt..fólkinu sagt upp störfum, vinnslan lögð niður og aflinn fluttur óunninn úr landi með afslætti á útflutningsgjöldum til hagsbóta fyrir erlenda aðila. Sá afli er síðan vigtaður í erlendri höfn og þá orðinn verulega léttari. Það er sú þyngd sem þá telst til þyngdar veiðiheimildarinnar... enn eitt kvótasvindlið og braskið.

Það er tekið undir hugmynd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona á að tala! Ætli það sé hægt að sansa Sigurjón Þórðar. með þessu?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband