Kísilvinnsla , græn orka- græn framleiðsla

Í Fréttablaðinu í dag 18.03. er frétt um að skrifað hafi verið undir viljayfirlýsingu um að veita nýrri kísilvinnslu í Þorlákshöfn orku allt að 100 MW og á síðari stigum 85 MW til viðbótar. 

 Háhitasvæði á Reykjanesi

Háhitasvæði við Seltún- í aðdraganda aðventuOrkuveita Reykjavíkur selur orkuna.  Verksmiðja þessi krefst ekki losunarheimilda vegna gróðurhúsaáhrifa þar sem um mengunarfrían og vistvænan rekstur er að ræða. 

Áætlað er að þarna verði til 350 störf í fyrsta áfanga. Og orkuna ætlar Orkuveitan að virkja á Hengilsvæðinu. 

Það þýðir m.a. mjög stuttar háspennulagnir og eflaust góðir möguleikar á að nota jarðstrengi a.m.k að verulegum hluta.  Hér en enn og aftur verkefni þar sem græn orka er notuð í græna úrvinnslu, en afurðir frá kísilvinnslu eru notaðar í hálfleiðara og sólarrafhlöður.

Ekki er langt síðan samið var um orkusölu til gagnavers á Suðurnesjum. Nú fæst hærra raforkuverð en fyrir álverin og það sem mikið gildi hefur - það þarf engan losunarkvóta vegna andrúmsloftsins.  Þetta eru nýir tímar.

Þegar samið var um byggingu Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík fyrir 40 árum var brotið blað í atvinnusögu þjóðarinnar. Að viðbættu einu álveri til viðbótar þeirra sem nú eru og þá helst á Bakka við Húsavík, sýnist komið nóg í álverskörfuna okkar.

Þessar nýju atvinnugreinar sem nú er verið að semja um dreifa orkusölu okkar á fleiri körfur, skapa nýja tegund starfa - hátæknistarfa m.a.

Það eru nýir tímar runnir upp í okkar atvinnu og orkusölumálum. Því ber að fagna . Það verður bara að ganga vel , snyrtilega og af virðingu um okkar stórbrotnu og dýrmætu náttúru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband