Hjartalæknar, sjúkir , aldraðir og heilbrigðiskerfið

Einn er sá gerningur í heilbrigðiskerfinu sem er lítt skiljanlegur venjulegu fólki og þá ekki síst sem fyrir barðinu á þessum gerningi verða, að ósekju.   Hér er átt við það "kerfi" sem hinn almenni borgari býr við gagnvart nauðsynlegum samskiptum við hjartalækna.

Fyrir nokkrum árum kom upp sú staða að sá greiðslukvóti TR (Tryggingastofnun ríkisins), sem ákveðinn hafði verið það árið , var uppurinn á haustdögum og viðræður læknanna og TR fóru fóru uppnám . Það leiddi til þess að Siv fv. heilbrigðisráðherra sleit öllum samningum við hjartalækna , sem þá fóru af beintengdum greiðslulista TR, hjartalæknar urðu óháðir TR og svo er enn.

Þessi gjörningur , í ljósi reynslunnar, leggst eingöngu á þá sem eru verulega veikir af sínum hjartasjúkdómi og  svo aldrað fólk. Ferill heimsóknar til hjartalækna á stofu er háð þeim ferli að fyrst þarf fólkið að panta tíma hjá heimilislækni ( sem er nú ekki fljótfenginn) , koma sér á þá stofuna og fá tilvísun á hjartalækni.  Þá er hjartalæknirinn heimsóttur.

Síðan er sú heimsókn að fullu greidd. Að síðustu er farið með nótuna og tilvísunina  til TR og hún lögð inn til greiðslu á hlut TR.  Ef viðkomandi er ekki með bankareikning þarf hann síðan að nálgast endurgreiðsluna að nokkrum dögum liðnum.  

Geta má nærri um það mikla álag sem lagt er á þessa hjartasjúklinga og kostnað umfram læknisþjónustuna. Hér er um eindæma grimmilegan gjörning að ræða frá yfirvöldum heilbrigðismála.

Hjartalæknar segja að þessi gjörningur fv. heilbrigðisráðherra hafi engin áhrif haft á tíðni heimsókna til þeirra - þeir efnameiri  greiðir sjálfur fyrir heimsóknina, án tilvísunar- það séu fyrst og fremst lasburða, efnalitlir og ellilífeyrisþegar sem lendi í hremmingunum.

Spurt er : Er ekki orðið tímabært að létta þessum óskapnaði af þessu fólki ? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband