13.4.2008 | 13:32
Stjórnvaldskreppa á Íslandi ?
Nú þegar alvarlegasta efnahagskreppa sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir í áratugi, er í augnsýn- þá er spurt : Er stjórn í landinu ?
Eftir fréttum undanfarnar vikur að dæma eru efasemdir um að alvara málsins risti mjög djúpt hjá okkar landgæslumönnum.
Seðlabankstjórn hækkar stýrivexti villt og galið . Kynnt er spá um fasteignarmarkaðinn þar sem gert er ráð fyrir að verðgildi húsnæðis lækki um 30 % til ársins 2010. Gangi þetta eftir er ljóst að þúsundir " íbúðareigenda" verða gjaldþrota , eftir að hafa nýtt sér 90-100% lánakjör síðari ára hjá bankakerfinu á uppsprengdum fasteignamarkaði. Stórfellt atvinnuleysi blasir við hrynji byggingamarkaðurinn.
Nú huga samtök atvinnulífsins að því að henda krónunni fyrir borð og taka upp evru sem viðskiptagjaldmiðil. Hvað með almenning á hann einn að notast við krónuna . Verði svo er þá ekki ljóst að tvær þjóðir verða í landinu- evruþjóðin og krónuþjóðin . Væntanlega á Seðlabankinn að ákvarða kjörin hjá krónuþjóðinni. Stöðugleiki Evrópusambandsins sér um hina þjóðina- evruþjóðina. Og hvar eru helstu ráðamenn okkar þessa dagana ? :
-Utanríkisráðherra er í heimsókn hjá Íraksstríðsráðherranum, C. Rice í BNA
- Iðnaðarráðherra var undir sprengjuregni í Jemen, síðast þegar af honum fréttist
- Viðskiptaráðherra er í heimsókn í Kína.
- Formaður viðskiptanefndar er syðst í Afríku,Höfðaborg.
- Forsætisráðherra var fluttur með leiguflugi með hraði til Svíþjóðar , á fund.
Sjálfsagt er hægt að halda símafundi og samráð - en ekki er þetta nú traustvekjandi fyrir okkur sauðsvartan almúgann- nú þegar alvarlega horfir.
Einn er sá ráðherra sem ekki hleypir heimdraganum , heldur vinnur hörðum höndum að bættum kjörum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og hefur orðið vel ágengt. Þetta er að sjálfsögðu kjarnakonan Jóhanna Sigurðardóttir, félags og tryggingamálaráðherra.
Gylfi Arnbjörnsson ,framkvæmdastjóri ASÍ , lýsir þungum áhyggjum yfir mjög versnandi horfum á vinnumarkaði og spyr eftir lausnum ráðamanna.
Er kannski frelsið orðið það mikið að Alþingi hefur orðið lítið með mál að gera ?
- Samtök atvinnulífsins stefna á evruupptöku sín í milli
- Fyrirtæki reisa risaálver þótt svo orku og línulagnamál séu á huldu
- Bankar taka skammtímalán erlendis uppá þúsundir milljarða kr. og lána síðan almúganum á Íslandi það fé sem langtíma húsnæðislán og á breytilegum vöxtum og með gengistryggingum. Nú virðast þessir sömu bankar komnir í mikla ónáð í alþjóðabankaheiminum og leita ásjár hér innanlands.
- Viðskiptahalli meiri en þekkst hefur í allri sögu þjóðarinnar.
Og nú er allt í steik og allt stefnir í að hinn sauðsvarti almenningur eigi að greiða óraðsíu við "stjórn" efnahagsmála síðustu árin.
Hafi ég verið í hinum minnsta vafa um fulla aðild okkar Íslendinga að ESB og upptöku evru, þá er sá vafi með öllu horfinn . Við almenningur hljótum að krefjast þess að farið verði í fullar og alvarlegar viðræður - nú þegar. Ungt fólk sér enga framtíð hér ,haldi fram sem nú horfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2008 kl. 14:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.