Eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur , fryst á Alþingi ?

Eitt svakalegasta dæmi um sérhygli ráðamanna sem setið hafa á Alþingi Íslendinga, er samþykkt eftirlauna fyrir þá sjálfa. Auk ofur eftirlaunakjara í eftirlaunakaupgreiðslum þá eru í gerningnum ákvæði um að þessi útvaldi hópur geti farið á eftirlaun uppúr fimmtugu en jafnfram þegið laun í opinberu starfi til sjötugs, samhliða. Þó liðin séu nokkur ár frá því alþingismenn samþykktu þessi dæmalausu kjör sér til handa- er þjóðin enn hneyksluð á bíræfinni. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar í þá veru að fá þessum fáránlegu eftirlaunalögum breytt, en árangur enginn.  Valgerður Bjarnadóttir , varaþingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp á haustþingi , þar sem lagt er til að þessum lúxuseftirlaunakjörum verði breytt og færð til þess sem almennt gerist með þjóðinni.

Frumvarp þetta fæst ekki  einu sinni rætt á Alþingi- því er haldið neðst í málabrúnka allsherjarnefndar og reynt að svæfa málið einn ganginn enn.

Nú sverfur að hjá þjóðinni , kjör hennar versna og  engan veginn útséð með hversu langt niður lífskjörin fara frá því sem verið hefur. Búast má við verulegu atvinnuleysi á næstu mánuðum.Uppsagnir í byggingaiðnaði eru þegar hafnar í verulegum mæli og keðjuverkun fer af stað. Verðbólga mælist hærri en sl. átján árin. Öllum er að verða ljóst að efnahagsstjórnin síðustu árin hefur ekki verið sem skyldi. Þenslan vegna Kárahnjúkavirkjunar svo og gengdarlaus mokstur á erlendu lánsfé inn í hagkerfið ber efnahagsstjórnunni vitni. Góðærið var fengið að láni . Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra þeirrar stjórnar sem vandanum var ekki vaxinn - skilur ekki neitt í neinu og kennir núverandi stjórn . Til að bæta gráu ofan í svart hygluðu þessir ráðamenn sér ofur eftirlaunakjörum sem eru úr öllum tengslum við þann raunveruleika sem almenningur býr við.

Nú er lag fyrir Alþingi Íslendinga að leiðrétta þessi mistök og endurskoða þessi lúxuseftirlaunakjör sín- það þrengir að hjá þjóðinni- byrjið hjá ykkur sjálfum með þá tiltekt sem nauðsynleg er framundan í efnahagsmálum. Afnemið þessi eftirlaunakjör ykkar ,standið með þjóðinni og deilið með henni kjörum- nú er lag  - takið frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur úr bunkanum hjá allsherjarnefnd og komið því   í þingsal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algerlega sammála þessari grein um eftirlaunamálin.Þetta er góð grein. Það er algert  hneyksli ef þetta verður ekki leiðrétt á þessu þingi.

Kveðja

Björgvin G.

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband