9.5.2008 | 09:01
Allt er vænt sem vel er grænt.
"Græn stóriðja í Grindavík " er fyrirsögnin á frétt í Fréttablaðinu í morgun 9.maí.
Fram kemur að iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hafi formlega opnað hátæknigróðurhúsið Grænu smiðjuna. Í þessari grænu verksmiðju er framleitt erfðabreytt bygg sem er síðan notað við lyfjaframleiðslu, lyfjaþróun og rannsóknir. Fram kemur að gróðurhúsið sé einstakt í heiminum og framleiðslan að mestu sjálfvirk. Orkuþörf er mikil til að rækta bygg í gróðurhúsi . Rafmagn og heitt vatn til starfseminnar kemur frá Hitaveitu Suðurnesja. Gróðurhúsið er um 2000 m2 að stærð og er aðeins fyrsti áfangi.
Það er greinilega mikil gerjun hjá okkur Íslendingum varðandi nýtingu á okkar grænu orku til grænna verkefna. Kísilverksmiðjur til m.a sólarrafhlöðuframleiðslu, gagnaver og núna framleiðsla á byggi til hátækniverkefna . Það er af sem áður var þegar aðeins ein leið var til að nýta orkuna okkar til stórra verkefna- til álvinnslu. Orkunýtingareggjunum okkar fjölgar mjög í fleiri körfum - fjölbreytnin eykst. Það eru nýir tímar runnir upp í okkar orkunýtingu- það er vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Athugasemdir
Vantar ekki að geta um að hér er um erfðabreytt (genetically modified) barley að ræða?
spyrjandinn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.