16.5.2008 | 12:21
Enn er hugsað um lán og meiri lán
Þessi gífurlegu lán sem þjóðin hefur tekið á undanförnum árum eru í dag okkar stærsta ólán. Og enn erum við snapandi lán hvar sem einhvern pening er hugsanlega að hafa. Nú síðast gátum við betlað okkur inná Seðlabanka Svíþjóðar og Noregs með vilyrði um meiri lán. Ábyrgir aðilar í Noregi gera óspart grín að okkur fyrir óráðsíuna og segjast vera að lengja í hengingaról íslensks efnahagslífs.
Allt þetta marglofaða góðæri undanfarin ár er allt fengið að láni- við eigum bara eftir að borga reikninginn. En ekki alveg strax - seinna . Og áfram höldum við að slá lán. Allt minnir þetta á langt genginn fíkil.
Lengt í hengingaról Íslendinga" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er vítahringur sem á eftir að vara í nokkur ár. Bankarnir fengu ódýrt lánsfé í BNA og bókstaflega þvinguðu lánum upp á fólk. Núna þarf hinn almenni borgari að borga brúsann og Bankarnir fá ríkisábyrgð fyrir að hafa komið þessu af stað.
Sanngjarnt?
Skaz, 16.5.2008 kl. 12:45
Íslenska bankakerfið er eins og rotin þriðjaheimsmafía, sem hlegið er að.
Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:45
Hvernig þvinguðu bankarnir lánum upp á fólk? Bílalán, greiðslukortaskuldir, yfirdrætti og fleira?
Ólafur Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 13:51
Auðvitað sýndu stjórnvöld litla eða enga ábyrgð- lánafyrirgreiðsla fór úr böndunum.
Seðlabankinn átti - og honum bar, að setja bindiskyldu á hömlulausan útlánaaustur bankanna.
Síðan erum við hvert um sig ábyrg fyrir að eyða ekki um efni fram- t.d með óhóflegum lántökum- Að spara fyrir því sem keypt er gullsígildi. Innlánsvextir hafa verið mjög háir.
Sævar Helgason, 16.5.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.