19.5.2008 | 13:09
Norðurlöndin í ESB rétta okkur hjálparhönd
Geir forsætisráðherra og formaður Flokksins er alveg himlifandi yfir að Svíþjóð og Danmörk , sem bæði eru innan ESB, ætli að rétta okkur hjálparhönd með því að ábyrgjast fjárhagsaðstoð vegna bágrar stöðu einkabankanna hér á landi. Ekki er þessi velgengni Dana og Svía í neinu samræmi við ræðu Geirs í Valhöll á dögunum þar sem hann málaði allt svart gagnvart inngöngu okkar í ESB. Við erum nú þegar um 80 % innan ESB en njótum ekki þess aga og stöðugleika í efnahagslífinu- sem t.d Danir og Svíar. Hið olíuauðuga ríki Noregur tekur þátt í bónbjörginni til okkar.
Útlán of lítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sævar! Já, það er merkilegt hvað okkur vantar mikið evrur, en alls ekki til í að skoða, hvort sá ágæti gjaldmiðill henti okkur hugsanlega til frambúðar. Ég er svo sem enginn ESB sinni, en finnst algjörlega fáránlegt að slá það út af borðinu án þess að skoða rækilega kosti og galla aðildar.
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.