22.5.2008 | 18:06
Nýting orkuauðlinda og ódýrasta orka í heimi til sölu
Hann er afbragðsgóður leiðari Mbl. í dag 22.05. þar sem fjallað er um nýtingu auðlinda okkar.
Vitnað er í nýja álitsgerð bandaríska fjármálafyrirtækisins Lehman Brothers um íslenskt efnahagslíf. Þetta mun vera eitt þekktasta fyrirtækið í sinni grein vestanhafs. Þar kemur m.a. fram að íslensks orkufyrirtæki eru að selja orku frá jarðgufuvirkjunum á lægsta verði sem um getur í heiminum.
Af þessu er ljóst að við erum ekki mikilhæfir viðskipamenn á sviði orkumála.
Hér hefur verið virkjað í stórum stíl undanfarin ár og víða í mikill óþökk þjóðarinnar, náttúrusvæði eyðilögð , varanlega og orkan nánast gefin til erlendra aðila.
Nú er svo komið að valddreifingin við orkuöflunina, orkusöluna og framkvæmdirnar hefur leitt til þess að í raun hefur enginn heildaryfirsýn yfir gang mála.
Orkufyrirtækin keppast sín á milli um viðskiptin og sá fær sem lægst býður . Sveitafélögin reyna hvert um sig að fá orkukaupendurna í sína sveit og er þá margt falt fyrir lítið. Við höfum dæmin hér á suðvesturhorninu þar sem Ölfushreppur og Reykjanesbær berjast um að fá þessi fyrirtæki , ekki beint geðslegt.
Orkufyrirtæki setja í gang framkvæmdir uppá milljarða án þess að hafa tilskilin leyfi opinbera aðila og þrátt fyrir hörð mótmæli nágranna. Nýjasta dæmið um þetta er fyrirhuguð virkjun við Bitru á Hellisheiði- sem búið er að slá af vegna umhverfisáhrifa.
Menn hugsa bara um álver og fleiri álver sem á að vera allra sveitafélagabót- hvað sem það kostar.
Hafa stjórnvöld í raun gert úttekt á þjóðhagslegum hagnaði af álverum . Við seljum þeim orkuna , þá ódýrustu í heimi. Þau fá úrvals gott starfsfólk og mjög vel menntað - frítt vatn fyrir framleiðsluna og afslátt frá opinberum gjöldum. Allur annar virðisauki af framleiðslunni er þeirra eign og fluttur úr landi og okkur óviðkomandi.
Er ekki orðið fyllilega tímabært að stokka öll þessi orkumálefni okkar upp - fá yfir þau heildaryfirsýn . Er það ekki verðugt verkefni fyrir Alþingi okkar að ríða á vaðið og móta þjóðhagslega stefnu og markmið í þessum orkumálum þjóðarinnar.
Nú þrengir að og þjóðinni vantar meiri verðmæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég las þennan Moggaleiðara og tek undir hvert orð sem þú segir í þessum pistli, Sævar. Mér finnst slæmt að frumvarp til nýrra Skipulagslaga sem lagt var fram í febrúar skuli ekki fara í gegn á þessu þingi, en það gæfi kost á að skoða þessi mál í samhengi á landsvísu. En hreppapólitíkin og sá þankagangur að hver hugsi bara um sinn rass og gefi skít í nágrannana og aðra Íslendinga er svo lífsseigur að frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu sveitarstjórna, og þeir kjósa að misskilja allt sem misskilið verður.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.