Auðlindafrumvarp Samfylkingarinnar orðið að lögum.

Alþingi hefur nú ,við þinglok ,samþykkt afar þýðingarmikð frumvarp varðandi auðlindamál þjóðarinar . Frumvarp iðnaðarráðherra , Össurar Skarphéðinssonar, sem lýtur að eign þjóðarinnar á orkuauðlindum sínum- er orðið að lögum.

 Á haustdögum 2007 var hér á þessari bloggsíðu lýst áhyggjum vegna ásælni erlendra aðila á yfirtöku orkuauðlinda okkar :

"Er verið að selja yfirráð orkulindanna í hendur erlendra aðila ? Bandarískur banki hefur nú eignast hlut í varanlegri orkuauðlind á Íslandi . Þetta voru fréttir gærdagsins. Mér finnst þetta grafalvarlegt mál. Hvernig má þetta vera  ?  Eru fjárfestingarmongúlar hér á Íslandi komnir með þau völd að .þeir geti ráðskaðst með fjöreggin okkar með þessum hætti og selt þau í hendur erlendra aðila ? Það er ljóst að erlend fjármálaöfl eru komin með annan fótinn yfir þröskuldinn í átt að yfirtöku á auðlindum okkar fari sem nú horfir.  Það virðist sem allt sé galopið í viðskiptum sem þessum.  Er ekki krafan að Alþingi Íslendinga bregðist hratt við og tryggi að varanlegar auðlindir á borð við fisk,vatn og orku verði ævinlega og alltaf eign Íslendinga og með öllu óheimilt að  ráðstafa eigninni  úr yfirráðum Íslands  ?"

Eitt af helgustu stefnumálum Samfylkingarinnar hefur öðlast lagagildi.

Tryggt hefur verið að orkuauðlindinar verða eign fólksins sem byggir þetta land.

Iðnaðarráðherra , Össur Skarphéðinsson, hefur skilað landi sínu og þjóð góðu verki .

Samfylkingin hefur unnið góðan sigur .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband