20.6.2008 | 10:33
Merkur áfangi í jarðvarmavirkjunamálum
Hér er að hefjast stórmerkur áfangi í okkar jarðvarmanýtingu,- 4-5 km djúpar borholur. Takist vel til og við náum góðum tökum á þessari hátækni sem djúpborun af þessari stærðargráðu er- þá opnast gríðarleg tækifæri fyrir okkur Íslendinga.
Háhitasvæði á Reykjanesi
Við getum fengið margfalda þá orku úr hverri borholu en nú er mögulegt .
Núverandi 2-3 km djúpar borholur eru að gefa af sér gufuorku um 5 MW , en 4-5 km djúpar borholur eru taldar geta gefið af sér orku upp á 40 - 50 MW- það munar um minna.
Hvaða þýðingu hefur þetta ?
Fyrst og fremst verður hægt að fá gríðarlega orku frá svæði þar sem ofanjarðarrask verður mjög lítið á orkueiningu - miðað við það sem nú er. Það aftur þýðir að við getum nýtt okkar orkulindir í miklu meiri sátt við náttúruna en verið hefur .
Hellisheiðarvirkjun
Það eru greinilega að fara í hönd spennandi tímar í okkar orkumálum þar sem saman getur farið mikil orkunýting og öflug umhverfisvernd.
Vonandi ganga þessi djúpborholuverkefni vel eftir.
Iðnaðarráðherra hefur greinilega í mörgu snúast og er það vel.
3,5 milljarðar í djúpborun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er spennandi!
Sigurjón, 20.6.2008 kl. 12:45
Verður gaman að fylgjast með þessu.
Og eitt enn. Ég fékk lánaða mynd af blogginu þínu. Hún skreytir nýjust færsluna. Vona að það sé í lagi.
Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 13:56
Sammála þessu en það hvarflar ekki að mér að það verði friður um að nýta orkuna
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.