25.6.2008 | 14:27
Eru bankarnir að svínbeygja þjóðina ?
það eru vægast sagt einkennilegar tímasetningar á ofurfalli krónunnar - að það skuli hittast svo á að gengisfallið sé rétt áður en ársfjórðunglegt uppgjör einkabankanna fer fram. 130 milljarða gengishagnaður á fyrsta ársfjórðungi og nú 80 milljarða gengishagnaður á öðrum ársfjórðungi.
Málið er mjög alvarlegt og það hlýtur að vera krafan að æðstu stjórnvöld efnahagsmála fari ofan í kjölin á málinu. Fer ekki að styttast í að þessir bankar verði þjóðnýttir og öll fjármál þeirra stokkuð upp- Þeir hafa reynst fólkinu í landinu æði dýrir - svo íbúðarmálin séu tekin sem dæmi.
Og að grauta starfseminni allri í einn pott- þ.e. viðskiptabankamálum og áhættufjárfestingarmálum - lýsir ekki mikilli ábyrgð. Nú er þrýst á , af hálfu þeirra, að ráðist verði á náttúru landsins og orkan sogin til sölu fyrir erlenda fjárfesta, til björgunar eigin skinni.
Bankastarfsemi byggir öðru fremur á trausti- mér finnst þessir nýeinkavæddu bankar trausti rúnir.
Forsætisráðherra sagði á ráðstefnu fjárfesta í London, í gær, að helsti kostur íslensku krónunnar væri sá hversu sveigjanleg hún væri - Nú tala menn og konur um að einnig megi svínbeygja þjóðina með henni m.a til fylgilags fyrir stóriðju.
Bankarnir fá 80 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Skammist ykkar Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn, SPRON, Frjálsi fjárfestingarbankinn! já skammist ykkar fyrir það að neyða fólk til að taka erlend lán til þess eins að geta keypt sér það nýjasta og flottasta af öllu sem það hefur ekkert að gera við, sveiattann ! nei úbbs, bankinn neyðir ekki lán uppá fólk, fólk tekur lán af fúsum og frjálsum vilja.
Sævar Einarsson, 25.6.2008 kl. 15:59
Vertu ekki með þennan aulahroka Sævar. Auðvitað neyðir bankinn þig ekki að taka lán en það er erfitt að komast í gegnum lifið án þess. Án þess er t.d. ekki hægt að kaupa húsnæði, erfitt að eignast bíl (þó auðveldara en íbúð), framfleyta sér í gegnum nám o.fl.
Karma (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:09
Ég var auðvitað að svara Sævarnum í athugasemdinni hér að ofan. Ekki þér Sævar Helgason.
Karma (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:10
Karma án efa er til fólk sem hefur farið varlega í þessum efnum, en mín skoðun er sú að skuldasöfnun heimilanna sé engum að kenna nema fólkinu í landinu með botnlausu sukki, fólk skuldbreitir lánum í erlend lán til að borga upp háan yfirdrátt og VISA/Masterkort sem það hefur velt á undan sér í mörg ár, það sér afgang og kaupir sér nýtt innbú, endurnýjar alla bílana ofl og áður en það veit af er yfirdrátturinn komin í botn og kortin líka.
Sævar Einarsson, 25.6.2008 kl. 16:23
Sævarinn!!!..það er ypsilon í orðinu skuldbreyta.. vera með það allavega á hreinu...annars algjörlega sammála Sævari Helgasyni...
Brinka (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.