26.6.2008 | 22:37
Metró-lestarkerfi fyrir höfuðborgarsvæðið ?
Umræður varðandi lestakerfi á höfuðborgarsvæðinu verða sífellt tíðari og alvörugefnari.
Alþingi hefur ályktað um verkefnið og vill alvarlega skoðun á þessum lestarkosti. Fram kemur í fréttum að nú þegar hafi 14 aðilar sent samgöngunefnd alþingis umsögn um athugun á lest milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar ásamt léttlestarkerfi fyrir höfuðborgarsvæðið. Þeirra á meðal er svokallaður metróhópur í verkfræðideild Háskóla Íslands, en þeir vilja skoða vandlega neðanjarðarlestakerfi. Sannarlega áhugavert.
Í miðborg Montreal við Metró stöð
Í var nú í vor staddur í Montreal í Kanada og m.a voru mér samgöngumálin hjá þeim mér mjög hugleikin. Þeir hafa byggt þrjár línur af neðanjarðarlestakerfi að fyrirmynd þeirra í París- Metrólestarkerfið.
Þetta er afar afkastamikið lestarkerfi og útfrá lestarstöðvunum tekur síðan við öflugt strætókerfi sem er farmiðalega samtengt.
Athygli mína vakti að þetta kerfi varð til í tíð eins borgarstjóra í Montreal- hann stefnumarkaði málið og framkvæmdi það með glæsibrag.
Þetta góða lestarkerfi þýðir að bílanotkun innan borgarinnar er mjög lítil og tröllsleg umferðamannvirki eins og BNA menn hafa byggt, eru ekki fyrir hendi.
Frá Montreal- almenningsumferð
Montrealbúar hafa komið sér upp meira en 300 km af reiðhjólagötum sem eru mikið notaðar og þykir flottur ferðamáti.
Fólk er mikið gangandi um borgina og er það vel merkjanlegt á líkamlegu útliti þess- grannholda og hraustlegt.
Við hér á höfuðborgarsvæðinu stöndum á tímamótum að mínu mati varðandi lausn almenningssamgangna- eigum við að fara sömu leið og t.d BNA menn og byggja okkar samgöngur á einkabílnum og þá með tilheyrandi risamannvirkjum ofanjarðar eða gera eins og þeir í Montreal t.d að byggja öflugt neðanjarðarlestakerfi af Metró gerð ?
Hægt er að hugsa sér tvær línur: Miðbær- Kópavogur- Hafnarfjörður- Keflavíkurflugvöllur og Miðbær- Mosfellsbær. Síðan yrðu allar brautarstöðvarnar tengdar öflugu strætókerfi.. Ofanjarðarbílabrautir yrðu sem nú er .
Jafnframt yrði lögð mikil áhersla á öflugt kerfi reiðhjólavega svo og fyrir gangandi.
Fólk ber oft fyrir sig veðurfarslegum annmörkum varðandi önnur samgöngutæki en einkabílinn. Í Montreal svo aftur sé vitnað þangað , þá búa þeir við erfiða vetur - frost á bilinu mínus 20 - 35 °C og snjóþyngsli veruleg , jafnvel 4 metra þykk snjóalög . Við erum mun betur sett.
Frá Montreal- félagar á ferð
Vonandi fær Reykjavíkurborg öfluga , kraftmikla og athafnasama forystu þegar núverandi kjörtímabili lýkur- forystu eins og þeir í Montreal höfðu í þessum eina borgarstjóra sem kom sá og sigraði í almenningssamgöngum, með glæsibrag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 11:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.