31.7.2008 | 17:58
Loksins eðlilegur ferill vegna áætlaðra stórframkvæmda
Umhverfisráðherra hefur ógilt ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurðað að heildstætt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda skuli fara fram.
Loksins eru komin fram eðlileg vinnubrögð við áætlaðar stórframkvæmdir. Auðvitað á að meta allan heildarpakkann. Bygging álvers er engin einangruð framkvæmd- áhrifin eru víðtæk- slík er stærðargráðan. Verði niðurstaðan jákvæð fyrir byggingu þessa fyrirhugaða álvers- þá er að vænta meiri friðsemdar með framkvæmdina. Þessu ber að fagna.
Framkvæmdir metnar heildstætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.8.2008 kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Tek heilshugar undir hvert orð í pistlinum þínum, Sævar, og hef engu við að bæta.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:09
Og líka að flýta en ekki nota hægagang stjónrkerfisins til að koma í veg fyrir framþróun
Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2008 kl. 20:15
Góðir hlutir gerast hægt. Við höfum vítin til að varast. Kárahnjúkavirkjun setti þjóðfélagið á skallann - 15 þúsund manna mótmælaganga Ómars og frú Vigdísar var ákveðið svar og ósk um virðingu lands og lýðs. Það gleymist ekki.
Það verður að vera sæmilegur friður um okkar orkunýtingu --- annað bara gengur ekki.
Sævar Helgason, 31.7.2008 kl. 22:41
Sammála þér Sævar. Þessi vinnubrögð eiga að vera regla í öllum málum sem snúa að orkuferkum iðnaði, sem hefur áhrif á umhverfi og loftgæði. Vonandi gefur þetta fyrirheit um vandaðri vinnubrögð í þessum málum í framtíðinni.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.