Borgarstjórn Helguvíkur og Bitru tekur völdin

 Náttúruperlum rústað fyrir stóriðju

 Frá Bitru. Fólkið burt- stóriðjan inn..Frá Ölkelduhálsi og Bitru
Bitruvirkjun á koppinn á ný

Segir hún ( Hanna Birna)að borgarstarfsmönnum verði ekki sagt upp og ekki verði dregið úr á velferðarsviðinu. Ýtt verði undir gróskumikið atvinnulíf til að mynda með því að útvega þá orku sem þarf. Rannsóknir vegna Bitruvirkunar verði settar í gang á ný og nýtt félag stofnað um útrás Orkuveitu Reykjavíkur.

Áður en kjör borgarstjóra fór fram gagnrýndu þau Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, nýjan meirihluta og sagði Ólafur hann meðal annars grundvallaðan á óheilindum og lygum.

Dagur sagði að mörgum borgarbúum líði þannig, að atkvæðin þeirra hafi verið hirt upp úr kjörkössunum og misnotuð í pólitískum hráskinnaleik.

Svandís sagði að nýr meirihluti í borgarstjórn snérist í raun um stóriðjustefnuna sem almenningur í landinu hefði hafnað. Sagði hún hann vera meirihluta ritstjóra Fréttablaðsins, Þorsteins Pálssonar, stóriðjumeirihluti.

Það er núna staðfest að eina markmiðið með því að búa til nýjan" meirihluta " í Borginni - var sá að setja stóriðjustefnuna á fulla ferð . "Ekkert stopp - höldum áfram " stefna  þessara tvegga flokka , Sjálfstæðisflokksins og örflokksins litla, Framsóknar - er afturgenginn- uppvakningur

Óskar Bergsson lýsti  hugarfarinu ágætlega þegar hann var spurður um framhald á Birtuvirkjun :  "Besti virkjunarkostur sem við eigum núna- stutt í háspennulínurnar á Hellisheiði- hagkvæmt".    Á þeim bænum skiptir Ölkelduháls og sú dýrmæta náttúruperla nákvæmlega engu máli . Fyrir peninga er allt falt. Það er veganesti þessa nýja meirihluta...   Verður friður meðal þjóðarinnar um þetta ??


mbl.is Hanna Birna kjörin borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Sorglegt.
Þeir eru rétt að byrja með að leggja allt í rúst.

Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þjóð sem ekki vill nýta sínar orkulindir er samsafn kjána.

Snorri Hansson, 22.8.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Sævar Helgason

Þessi þjóð lifir á auðlindanýtingu sinni og hefur gert frá því land byggðist.  Þessar auðlindir eru : Mannauðurinn- sjávarnytjarnar- landbúnaðarnytjar- ferðamannanytjar og nýting á fallvötnum og jarðvarma.  Deilur standa meðal þjóðarinnar um nýtinguna sjálfa - með hvaða hætti og hvernig.  Sjávarúvegurinn er í mikilli ósátt vegna kvótamálsins og skiptir þjóðinni í andstæður.  Gríðarlegir styrkir til landbúnaðar eru einnig gagnrýndir . Nýting orkunnar sætir miklum deilum meðal þjóðarinnar. Sumum er nákvæmlega ekkert heilagt varðandi virkjankosti á meðan stórum hluta þjóðarinnar eru ýmsum virkjankostum mjög mótfallnir. Náttúruverndarsjónamið vega þar þyngst- það er ekki sama hverju er fórnað.  Stór hluti þjóðarinnar tekur t.d Kárahnjúkavirkjun aldrei í sátt.  Það ríkir sæmileg sátt um virkjanir á Hellisheiðinni þrátt fyrir óheyrilegt klúður við hönnun og byggingu Hellisheiðarvirkjunar.  Það eru síðan virkjanahugmyndir á Ölkelduhálsi sem er gríðarleg óánægja með vegna eyðileggingar á dýrmætri náttúruperlu, einnig eru Hvergerðingar áhyggjufullir vegna mengunar.  

Fram að þessu hefur orkan frá okkar stórvirkjunum verið seld til stóriðju á afar lágu verði.  Virðisaukinn sem við höfum af sölunni til álvera er afar lítill. En nú hillir undir að við getum beint sölu orkunnar til gagnavera og þá sérstaklega eftir og ef við leggjum risasæstreng frá BNA til gagnaflutninga-- þá verða til hátæknistörf með háum launum og háu raforkuverði.  Síðan er það djúpborholuverkefnið- færri borholur og 10x kraftmeiri auka möguleikann á að minna svæði þurfi að fórna fyrir meira.

Ég hafna þeirri skoðun, Snorri, að þessi þjóð sem samansafn kjána.... 

Sævar Helgason, 22.8.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ég sagði :” Sú þjóð sem ekki vill nýta sínar orkulindir er samsafn kjána.”

 

Við íslendingar höfum í gegnum árin haft mikið yndi af því að níða niður

atvinnuvegi okkar. ALLA ATVINNUVEGI . Þetta endalausa fílunöldur út

útvegsmenn. Sem dæmi Samherja á Akureyri. Orkufyrirtæki. Stjórnendur þeirra

hafa víst það eitt í huga að” eyðileggja landið” sem er bull. Bændur” eyðileggja

 landið” með beit og mergsjúga þjóðina með háu verði og styrkjum. Álfyrirtækin

útlendingar sem græða á svo til ókeypis orku og skila sáralitlu. Sem er bull. Tonn

af áli skilar svipuðu í þjóðarbúið og tonn af þorski. Álfyrirtækin eru stabýlasti

atvinnuvegur landssins. Gagna geymslur eru auðvitað ágætis orkukaupendur en

ég vil benda þér á að starfsfólkið verður líklega flest starfandi í Indlandi ,nema

hópur sem skiptir út tækjum.

 Þróttmikil fyrirtæki sem græða eru undirstaða alls hjá okkur íslendingum.

Hættum að níða þau niður og nýtum okkar orkulindir . Ekki vera samsafn kjána.

Snorri Hansson, 24.8.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Sævar Helgason

Tonn af áli á móti tonni af þorski - því miður er órafjarlægð þarna á milli þorskinum í hag.

Álverin hér eru í eigu erlendra aðlila . Þeir eiga alla framleiðsluna og fremleiðslufyrirtækin Það eina sem við gerum er að selja þeim orkuna við verksmiðjuhús- selja þeim vinnuafl og við höfum síðan nokkurt fé sem framleiðslugjald til sveitafélagsins. Þessi virðisauki er talin milli 30-35% af umsetningunni.  Þetta eru ágætir vinnustaðir. Ég þekki það vel eftir tæpra fjögurra áratuga vinnu í þessum iðnaði.... 

Sævar Helgason, 24.8.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband