Virkjanaoffors og yfirgangur...

Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir Stjórn Samorku skorar á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um sameiginlegt umhverfismat vegna virkjana, háspennulína og álvers á Norðausturlandi. Náist ekki ásættanleg niðurstaða í þeim efnum telur stjórn Samorku nauðsynlegt, með hliðsjón af alvarleika málsins, að dómstólar verði látnir skera úr um lögmæti úrskurðar umhverfisráðherra, vegna framtíðarhagsmuna orkuiðnaðarins.

Það er alveg með ólíkindum sá yfirgangur og frekja sem birtist okkur  almenningi frá þessum ofur virkjanasinnum.  Það á að vaða yfir allt og alla - landslög eru bara fyrir í æðibunuganginum.   Það kemur alveg skýrt fram hjá þessum flokki manna að umhverfismat allra þessara áætluðu framkvæmda sé eins og hver annar óþarfi sem engu máli skiptir- virkjað skal hvað sem öllu öðru líður.  Æðstastig umsagnar, umhverfisráðherra Íslands, varðandi umhverfismálin er lagður í einelti, sjálft lögformlegt framkvæmdavald.  Það er afar mikilvægt að um þau virkjana og stóriðjuverkefni sem framundan eru- fái bæði sátt og frið meðal þjóðarinnar.  Þess vegna er afar mikilvægt að heildstætt umhverfismat vegna þeirra áætluðu framkvæmda viðkomandi álveri á Bakka- fái nauðsynlegan vinnufrið... það er til mikils að vinna. Það er þessu verkefni ekki til framdráttar að efna til umróts meðal þjóðarinnar- sporin frá Kárahnjúkum hræða...

 


mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband