Stórfelld innlend orkunýting framundan fyrir bíla og skip

Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa

Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ráðstefu Alþjóða orkuráðsins í Lundúnum í dag, að íslensk stjórnvöld muni leita leiða, m.a. gegnum skattkerfið, til að örva notkun á sjálfbærum orkugjöfum.
Lesa meira

Þetta er ekkert smáræðis innlegg hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra okkar, á ráðstefnu Alþjóða orkuráðsins sem haldin var í London í dag.  Þjóð ,sem hóf nýtingu á jarvarma sínum til húsahitunar fyrir sjötíuárum síðan með þeim árangri að húsahitum með innfluttum orkugjafa er óþekkt í landinu, er trúverðug .   Þá nýtingu hófum við í kjölfar kreppunnar miklu sem skók heimsbyggðina á árunum 1930 og fram undir seinni heimstyrjöldina og lokahnykkurinn var tekinn í olíukreppunni á áttunda áratugnum. 

  Og nú erum við og kannski heimurinn allur að sigla inní slæma efnahagslægð ,kreppu.  Við þær aðstæður er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina að útrýma innfluttum orkugjöfum og hefja stórfellda nýtingu á okkar eigin auðæfum sem fólgin eru í jarðvarma og vatnsföllum með það að markmiði að allur fartækjaflotinn og skipaflotinn okkar verði knúinn af innlendri orku...

Hér er spennandi verkefni í burðarliðnum... 

Við erum í raun öfundsverð þjóð , að eiga þessi auðæfi í landinu.


mbl.is Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband