ESB aðild skipti sköpum í bankakreppunni, segja Írar

ESB bjargaði okkur segir Cowen


„Ég vil ekki til þess hugsa ef staðan hjá okkur væri eins og hjá þeim (Íslendingum), með okkar eigin myntkerfi," sagði Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, í viðtali við fréttastofu Reuters í dag. Hann segir evrópska seðlabankann hafa skipt sköpum fyrir Írland í bankakreppunni.
Lesa meira

Hér er merkileg skoðun sett fram af forsætisráðherra Írlands . Evrópuandstæðingar á Íslandi hafa verið mjög uppteknir af tilvísunum til aðildar Írlands  að ESB - sem víti til varnaðar.  Við værum ekki í þessu efnahagshruni ef við hefðum borið gæfu til að ganga í ESB fyrir fáeinum árum síðan.  Er ekki orðið fyllilega tímabært að hefja aðildarviðræður nú þegar ? 


mbl.is ESB bjargaði okkur segir Cowen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er Írland sloppið annað segja þeir Írar sem að ég þekki.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:55

2 identicon

Þar sem að Írar þurfa að taka þessum erfiðleikum verandi í ESB og Cowen hefur stutt veru þeirra í ESB er varla von á að hann segi annað, er það?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Skaz

Írar sleppa ekki við vandræði en þeir munu aldrei eiga í eins miklum vandræðum eins og við eigum í, það dreg ég nú af tali mínu við Íra sem ég kannast við...

Írar hafa verið í útrás og útflutningi af miklu meiri upphæðum en við (ekki miðað við höfðatölu samt) en hafa það umfram okkur að þeir framleiða hátæknivörur og hafa aðgang að fjármagni í Seðlabanka Evrópu og gjaldmiðil þar sem þeir geta skipt við og verslað við nágranna sína án gjaldeyrisviðskipta á óhagstæðum kjörum.

Við hefðum lent í þessari kreppu sama hvað en þessi dýfa sem við erum að taka svona gífurlega neðar en öll önnur lönd er af völdum krónunnar og þeirra vandræða sem hún skapar í öllum viðskiptum til og frá landinu, akkúrat núna vill enginn selja okkur evrur eða dollara vegna þess að enginn vill sitja uppi með verðlausar krónur. 

Hvernig þessir Anti-ESB asnar eiga eftir að geta litið í spegil eftir næstu mánaðarmót þegar fyrirtæki og heimili þurfa að standa skil á skuldum og öðrum greiðslum er mér ofar í skilningi. 

Á meðan á Davíð Oddsson eftir að fá launatékkann sinn og finnst hann hafa unnið fyrir honum því ekki virðist hann taka eftir vilja eða þörfum almennings í landinu.

Skaz, 17.10.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband