Hrun stjórnmálaflokkanna - kosningar hið fyrsta

Varaformaður Framsóknarflokksins vill kjósa að nýju um leið og þjóðin sé komin framúr verstu erfiðleikunum. Hún segist hafa heyrt þær raddir að stjórnmálaflokkar hafi fallið með fjármálamarkaðnum. Hún ætli ekki alfarið að taka undir það en stjórnmálin sjálf hafi þó beðið nokkurn hnekki.
Lesa meira

Ekki er vafi á að í því efnahagshruni og gjaldþroti sem við íslensku þjóðinni blasir- þá er hlutur stjórmálanna á Íslandi yfirþyrmandi mikill.  Þeir stjórnmálaflokkar sem lengstum hafa haft forystuna í þeim gerningun sem öðru fremur hafa leitt til þeirrar niðurstöðu sem við blasir- bera mikla ábyrgð. Fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.  Núverandi ríkistjórn ber einnig  ábyrgð á því ástandi sem skapast hefur.  Þær óveðursblikur sem verið hafa á lofti voru farnar að birtast við núverandi stjórnarmyndun... og bentu til að mikið óveður væri í aðsigi - yrði ekki brugðist við.  Það var við litlu brugðist og fárviðrið skall á og feykti efnahag þjóðarinnar - veg allrar veraldar.

Nú er almenningi ætlað að borga skaðann að fullu - jafnvel næstu kynslóðir verða í prísund skuldaklafa.  Ljóst er að mikið gengisfall hefur orðið á stjórnmálamönnum almennt og þá mest hjá þeim sem höfuð ábyrgð bera.  Framundan er mjög erfitt ár eða fleiri.  Þjóðin á heimtingu á uppgjöri. Þegar núverandi neyðarvörn lýkur- er krafan sú að kosningar fari fram. Nýtt Ísland verður ekki byggt upp að nýju án þess.  Þeir sem ábyrgðina bera verða að víkja.

 


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Enn ætla samfylkingarmenn að reyna að hvítþvo sig.

Það er ekki hægt að vísa í það næstum hálfa kjörtímabili sem liðið er frá því að Samfylkingin tók við stjórnartaumnunum sem starfsþjálfun.

Ekkert hefur komið frá þeim flokki til breytinga á því regluverki sem um fjármálaheiminn gilda.

Ekkert, sem þýðir að Samfylkingin var sátt við regluverkið.

Skrifaði meira um það hér

Gestur Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Sævar Helgason

Gestur

Það verða kjósendur sem fá skrúbbinn í kosningum - þeirra verður hreinsunin.

Allt það ferli sem hófst árið 2001 og hefur nú fengið sinn dóm - liggur nokkuð skýrt fyrir.

Sævar Helgason, 22.10.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband