25.10.2008 | 12:12
Úr verðbréfum í fiskinn
Þeir fiska sem róa
Frá höfninni í Stykkishólmi
Handtök skipverjanna á dragnótabátnum Aðalbjörgu RE-5 voru fumlaus og hröð í blíðskaparveðri á Faxaflóa í liðinni viku. Þessu fengu fréttamaður og tökumaður mbl.is að kynnast þegar þeir slógust för með skipverjunum í 14 tíma veiðiferð. Þá komust þeir jafnframt að því að sjóveikin er ekkert grín.
Lesa meira
Allt frá því landið byggðist hefur þessi þjóð lifað á framleiðslu sinni til sjávar og sveita . Einkum hefur sjávarafli verið undistaða verðmætasköpunarinnar. Til viðbótar hefur, á seinni áratugum, álframleiðsla með sölu á orku og vinnuafli , bæst við framleiðsluflóruna. Ferðamannaiðnaður hefur reynst drjúg tekjulind.
Fyrir áratug fengu Íslendingar þá hugljómun að fjármálastarfsemi á heimsvísu væri það sem gæti tekið við af þessu framleiðslubasli hér innanlands.
Okkar gömlu og traustu bankar voru einkavæddir og útrás fjármálageirans hófst af krafti. Lán voru slegin vilt og galið um heim allan .
Verðbréf urðu að framleiðsluiðnaði . Skammtímalán voru tekin í gríðarlegu magni erlendis - flutt hingað til lands og lánuð til langtíma húsnæðislána, bílakaupa , utanlandsferða og almennrar neyslu.
Það ríkti mikið góðæri í landinu.
Loksins var fundin eilífðarvél hinnar auðteknu hagsældar. Framleiðsla eftir hinum gömlu gildum virtist orðin úrelt. Ríkissjóður varð "skuldlaus" vegna gríðarlegra neysluskatta. Allt virtist í miklum blóma.
Enginn hafði af því áhyggjur að skuldir heimilanna voru komnar í meira en 1 þúsund milljarða ísl kr og lánaatvinnuvegurinn skuldaði 12-14 þúsund milljarða ísl kr.
En umheimurinn fylgdist með áhyggjufullur- seðlabankar lokuðu fyrir frekari lánveitingar. Lánaframleiðslan minnkaði. Þá voru góð ráð dýr- rándýr. Aðallánafyrirtækið tók það ráð að opna rafræna innlánsreikninga , einkum í Bretlandi og Hollandi.
Sparifé þeirra landa var sópað inn og flutt til Íslands - lánaframleiðslan komst aftur á fullt. Íslensk útrásar lánaframleiðslufyrirtæki sóttu hart fram á mörkuðum erlendis með uppkaupum á fyrirtækjum .
Það var einn stór galli á þessari lánaframleiðslu- það þurfti að endurgreiða lánaframleiðsluna. Það kom á óvart .
Fyrir því hafði bara ekki verið reiknað . Í ljós kom að við áttum enga fjármuni - bara verðbréf án innistæðu. Í ljós kom að ríkasta þjóð í heimi var bara rík af skuldum. Efnahagshrun...
Atvinnugreinin nýja , lánastarfsemin, reyndist blekking og við orðin bónbjargarmenn meðal þjóðanna.
Nú taka við hin gömlu gildi , að framleiða vörur til útflutnings til gjaldeyrisöflunar og þeir fiska sem róa. Það verður okkar lán í framtíðinni...
Þeir fiska sem róa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.