11.1.2009 | 20:49
Að bregaðst hlutverki sínu- Sjálfstæðisflokkur í kreppu
Brygðist sögulegu hlutverki sínu"
Sjálfstæðisflokkurinn yrði með öllu ótrúverðugur og brygðist sögulegu hlutverki sínu léti hann við það eitt sitja á landsfundi sínum að binda trúss sitt við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í nýjum pistli Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, á vefsvæði hans.
Lesa meira
Að bregðast sögulegu hlutverki ? Frá því ég man fyrst eftir mér gagnvart stjórnmálunum hér á landi - hefur það verið meginn málflutningur Sjálfstæðisflokksins að honum einum væri treystandi fyrir efnahagsmálum þjóðarinnar hvort sem væri á landvísu eða í borg. Það væri hans stærsta og viða mesta sögulega hlutverk.
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn lokið þessu sögulega hlutverki- hér á landi er allt efnahagslífið í rúst , að lokinni 17 ára samfelldri umsjón Flokksins við foystu efnahagsmála.
Mér finnst engu frekara hægt að bæta við ótrúverðuleika Sjálfstæðisflokksins frá því sem þegar er orðið....
Brygðist sögulegu hlutverki sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.