22.1.2009 | 12:07
Ofbeldi mótmælenda - fordæmt
Frétt af mbl.is
Táragasi beitt á Austurvelli
Táragasi var skotið á mótmælendur á Austurvelli nú um klukkan hálf eitt en það mun vera í fyrsta skipti frá árinu 1949 sem slíku gasi er beitt hér á landi. Hvítan reyk lagði yfir Austurvöll þegar gashylkjunum var skotið flúðu mótmælendur af svæðinu en lögreglumenn voru allir búnir gasgrímum.
Lesa meira
Á hverjum laugardegi frá því hrunið varð ,hafa farið fram friðsöm mótmæli á Austurvelli . Þar hafa í heildina tugþúsundir manna og kvenna á öllum aldri og þjóðfélagsgreinum, mótmælt.
Alltaf í friði og spekt.
Fáar en mjög skýrar og ákveðnar kröfur hafa þar verið framsettar og hafa þær átt mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og einnig notið stuðnings frá virtum aðilum erlendis frá.
Þessar kröfur eru að stjórnum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sé vikið frá , að ríkisstjórnin víki og kosið verði til þings á vori komandi.
Þessar kröfur hafa með öllu verið hundsaðar og að engu hafðar,af stjórnvöldum.
Allt hrunaliðið situr sem fastast- enginn axlar ábyrgð eða hefur verið látinn axla ábyrgð.
Við setningu alþingis , að loknu mánaðarlöngu jólaleyfi þingmanna- voru friðsöm en hávaðasöm mótmæli við alþingishúsið - þó urðu átök vegna útrásar víkingasveitar lögreglu við einskorðað atvik.
En inni á alþingi höfðu þingmenn ekki áhyggjur af stöðu mála- umræða dagsins , eftir mánaðar leyfi , var að ræða brennivínssölu í verslunum stórmarkaða. Veruleikfirrt alþingi.
Uppúr sauð utandyra.
Ofbeldisfólk fékk aukið vægi - því miður. Og mótmæli með aukinni virkni ofbeldisfólks hélt áfram. Þetta ofbeldisfólk er fordæmt og beita þarf öllum ráðum til að fjarlægja það og leiða því fyrir sjónir villu síns vegar- við friðsamir mótmælendur höfnum þessu ofbeldi.
Nú berast fregnir um að núverandi ríkisstjórn sé í þann veginn að fara frá- það er vel. Hún nýtur einskins trausts né trúnaðar. Það besta sem hún getur gert þjóð sinni er að fara frá nú þegar. Og í kjölfarið verður að hreinsa út úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirliti. Það er verkefni þeirra sem við taka að framkvæma þá hreinsun- Og kosningar í apríl- maí 2009 og friðum þjóðfélagið.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Athugasemdir
Þarf ekki að fordæma ofbeldi lögreglunnar fíflið þitt?
corvus corax, 22.1.2009 kl. 12:43
Ahugasemd #1 Þú ert huglaus huldumaður - hefur engan kjark til að koma fram undir nafni. Ekki svara verður að öðru leiti.
Sævar Helgason, 22.1.2009 kl. 12:51
Alltaf í friði og spekt? Það er búið að brjóstast inn á lögreglustöð, brjóta rúður og brenna og skemma almanna eignir, beita ofbeldi á báða bóga(þ.e. lögregla og mótmælendur), nú stórslasa tvo lögreglumenn, börn eru flækt þarna inn í.
Lögreglan stóð á 20 tíma vöktum. Þetta er bara óhugnalegt og ekkert friðsamt við þetta. íslandi til skammar. Þó svo að ríkisstjórnin fari frá(sem ég og flestir vilja) þá réttlætir það ekki neitt af þessu ofbeldi. Það er hægt að fá margt fram með ofbeldi en það gerir ofbeldi ekkert réttara.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:02
Corvus þú ert bleyða að koma ekki fram undir nafni. Það þarf ekki að fordæma aðgerðir lögreglunnar þegar slíku ofbeldi er beitt gegn henni. Lögreglan þarf að geta varið sig ef hún gerir það ekki hver gerir það þá.
Ólafur Sævarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.