Seðlabankastjórann út- lækkum vextina

Frétt af mbl.is

Vildu lækka vexti en ekki IMF
Viðskipti | mbl.is | 29.1.2009 | 11:07
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans Bankastjórn Seðlabanka Íslands taldi tímabært að hefja lækkun vaxta nú og var sú afstaða kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Framkvæmdastjóri hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni m.a. vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.
Lesa meira

Ljóst er að  Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn (AGS) sem hefur tryggt okkur lágmarks lánsfé í erlendri mynt gerir miklar kröfur um skilvísa nýtingu þeirra fjármuna fyrir fólkið í landinu. 

Strangt eftirlit er með okkar meðferð á þeim fjármunum. Á þriggja mánaðafresti er okkur gert að gera  fulltrúum AGS grein fyrir framkvæmd okkar peningamála.

Ef við uppfyllum ekki okkar hluta samningsins- missum við af frekari lánum.  Seðlabankanum er gert að stýra framkvæmd samningsins í peningamálum. 

Nokkrum mánuðum fyrir hrun okkar efnahags og bankakerfis lokaði alþjóðafjármálakerfið á allar lánveitingar til okkar.

Stjórn peningamála naut einskins trausts . Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið ásamt Fjármálaráðuneyti var og er algjörlega trausti rúið. 

Stjórnvöld sem leiddu þjóðina í hrunið eru trausti rúin. Nú hafa þau stjórnvöld sagt af sér- einn ráðherra hefur axlað ábyrgð- viðskiptaráðherra. Fjármáleftirlitið hefur verið leyst upp.

Ennþá situr trausti rúin stjórn Seðlabankans.

Þjóðin bíður þess nú að síðustu leifarnar af þessu stjórnvaldi sem leiddi þjóðina á heljarþröm efnahagshruns- verði vikið frá- Seðlabankastjórnina burt- strax. 

Þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum nú um helgina - hefst endurreisn íslensks efnahags og þjóðlífs. Mikið hreinsunarstarf liggur fyrir og margar bráðaaðgerðir til hjálpar atvinnulífi , heimilum og fjármálalífinu í landinu.  

Mótmælaöldur fjöldans- fólksins í landinu hafa verð kraftmiklar síðustu 16 vikurnar og æ fjölmennari.

Allar kröfur fólksins hafa náð fram að ganga - utan ein- Seðlabankastjórinn situr ennþá og fer hvergi.

Og vextir haldast því  ennþá háir- atvinnulífi og heimilum - blæðir

Mætum öll á Austurvöll á laugardaginn kl. 15 og leggjum áherslu á þá kröfu að stjórn Seðlabankans víki- strax 



mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband