4.2.2009 | 11:12
Jón Ásgeir gefur þjóðinni pungspark.
Beint í meginmál síðu.
Vísir, 04. feb. 2009 10:13
Jón Ásgeir: Pungspark frá Landsbankanum
Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs.Þetta var eina leiðin fyrir okkur til að verja hagsmuni fyrirtækja okkar og annarra lánadrottna. Landsbankinn gaf okkur ekki annan kost," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, um ástæður þess að félagið hefur farið fram á greiðslustöðvun.
Þetta er pungspark frá Landsbankanum sem hefur það í för með sér að Bretar munu eignast nokkur af bestu fyrirtækjum í eigu Íslendinga á spottprís. Á meðan við ætlum að borga Icesave upp í topp þá gefum við á sama tíma Bretum fyrirtækin okkar. Ég er viss um að Philip Green dansar stríðsdans í stofunni heima hjá sér núna því hann á eftir að eignast stóran hluta af fyrirtækjum okkar nær ókeypis," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi.
Aðspurður hvort hann viti hver ástæða Landsbankans fyrir þessum aðgerðum sé svarar hann: Þú verður að spyrja skilanefnd Sjálfstæðisflokksins að því." Spurður nánar út í það segir Jón það varla tilviljun að þetta komi á sama tíma og Davíð Oddssyni sé sagt upp í Seðlabankanum."
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú er enga peninga lengur að mjólka út úr eigum þjóðarinnar . Þessi útrásarfífl hafa þurrausið og yfirveðsett öll þau verðmæti sem hefur tekið þjóðina marga áratugi að byggja upp. Gamalgróin og fyrrum öflug fyrirtæki eru komin á vonarvöl sem og þjóðin. Og nú kemur í ljós að þessi rómuðu fyrirtæki sem þessi útrásarfífl voru að kaupa erlendis- standa enganvegin undir sjálfu sér ein og sér . Allt byggðist á blekkingu - við þjóðin vorum látin borga fyrir leiksýninguna - dýru verði. Allt er hrunið hjá þessum bjánum. Og nú verðum við að taka við skuldunum- til viðbótar úthreinsun þeirra á þjóðareigum okkar. Jón Ásgeir Jóhannesson talar um að hann hafi fengið púngspark frá Landsbankanum með aðstoð Sjálfstæðisflokksins . Er ekki það rétta að Jón Ásgeir Jóhannesson hefur gefið þjóð sinn ærlegt púngspark ? Allavega verðum við að borga verulegan hluta þessa spilaskulda hans...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.