7.2.2009 | 12:57
Prófkjör og efnahagshrunið
Frétt af mbl.is
Prófkjör um miðjan mars
Innlent | mbl.is | 7.2.2009 | 12:04
Á fundi í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn var í morgun var einróma samþykkt að viðhaft skuli sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar og að það fari fram dagana 13. og 14. mars nk.
Lesa meira
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Það er greinilegt að vilja almennings til aukins lýðræðis á ekki að virða . Kröfur eru uppi um aukið lýðræði við næstu alþingiskosningar - að kjósendur raði frambjóðendum á lista flokkanna (flokks)
Það heita persónukosningar.
Það þýðir að kjósandi á val milli frambjóðenda og getur greitt þeim atkvæði sem hann/hún treystir best.
Nú er valið aðeins að setja X framan við bókstaf þess flokks sem valinn er. Allt það fólk sem á viðkomandi lista er - hefur verið valið fyrirfram í prófkjörum og er óbifanlegt úr þeim sætum- í kjörklefanum.
Þetta er ekkert lýðræði- þetta er flokksræði.
Síðan eru það þessi prófkjör .
Hvað spila utanaðkomandi fjármunir veigamikið hlutverk í niðurstöðunni fyrir hvern og einn ? Á tímum auglýsinga ,markaðssetninga er ljóst að hægt er að kaupa nánast hvað sem er. Og því ekki hagstætt þingmannsefni - jafnvel mörg.
Og þá skiptir máli að viðkomandi lendi í öruggu sæti á framboðslista. Enginn setur fjármuni í svona spilverk nema að það skili einhverjum arði - eða hvað ? Er t.d ekki auðvelt að sjá fyrir sér að okkar efnahagshrun eigi sér djúpar rætur í veikleikum prófkjöra flokkanna- einkum þeirra sem lengsta valdasetu hafa átt á alþingi ??
Er ekki hin inngróna spilling sem við erum nú að upplifa ,að er og hefur verið beintengd stjórnmálaöflunum?
Og eftir höfðinu dönsuðu limirnir.
Nú er allt okkar efnahagslíf hrunið og þjóðlífið í rúst-og þjóðin hneppt í skuldafjötra. Og sá flokkur sem mesta ábyrgð ber á hruninu- boðar nú gömlu spilltu aðferðina við að velja fólk á sinn framboðslista- prófkjör.
Lýðræðinu er hafnað af þeim flokki- hvað verður með hina ?
Nú mætum við öll á Austurvöll í dag kl 15 og mótmælum spillingunni
Prófkjör um miðjan mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.