Frétt af mbl.is
Skerða lífeyri um allt að 10%
Innlent | Morgunblaðið | 10.2.2009 | 5:54
Lífeyrisréttindi munu skerðast um fimm til tíu prósent að jafnaði á þessu ári vegna bankahrunsins í október, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mismunandi er eftir sjóðum hvort skerðing mun eiga sér stað. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna og sjóðir sveitarfélaga munu ekkert þurfa að skerða.
Lesa meira
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Misjöfn eru kjörin hjá fólkinu í landinu þegar kemur að eftirlaunum.
Hinir almennu lífeyrissjóðir eru algjörlega háðir markaðslögmálunum og verðgildi þeirra sveiflast því upp og niður eftir vísitölum markaðanna.
Nú er bankahrun á Íslandi og efnahagskreppa. Hinir almennu lifeyrissjóðir hafa tapað stórfé við hrunið. Skerða verður eftirlaun um 10 % og jafnvel enn meira síðar. Fyrir marga er þetta mikið áfall .
En í þessu þjóðfélagi sitja ekki allir við sama borð þegar eftirlaun eru annars vegar- sumir eru alveg gulltryggðir með sín eftirlaun.
Opinberir starfsmenn og sveitafélaga eru alveg ótengdir efnahagssveiflum eða efnahagshruni. Ríkissjóður tryggir ávallt verðgildi eftirlauna þeirra. Til þess er notað skattfé skattborgaranna.
Eftirlaun æðstu embættismanna , þingmanna og ráðherra er síðan í alveg sérstöku vernduðu umhverfi.
Ljóst má vera að eftirlaunaréttindi fólks , þegar starfsævinni lýkur , eru í himinhrópandi ósamræmi.
Allir hafa unnið á starfsævinni þjóð sinni gagn - en þegar upp er staðið og ævistarfinu lýkur - þá blasir við hrikalegt óréttlæti.
Þetta hrikalega óréttlæti verður að leiðrétta.
Skerða lífeyri um allt að 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.