14.2.2009 | 21:29
Jón Baldvin og framtíðin
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Innlent | mbl.is | 14.2.2009 | 18:38
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði ekki tekið ákvörðun um að hætta formennskunni. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins treysta Ingibjörgu Sólrúnu fullkomlega sem formanni flokksins og formannsframboð væri ekki inni í myndinni.
Lesa meira
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Án þess að leggja mat á mögulega áfram haldandi forystu Ingibjargar Sólrúnar- þá er ljóst að næstu árin á Íslandi verða erfið og mikilvægt að rétt og vel verði staðið að endurreisninni.
Fáir kostir sem prýða mega forystu í þau verkefni, eru verðmætari en góð menntun, víðtæk þekking og yfirgripsmikil reynsla af þjóðmálum.
Allt þetta hefur Jón Baldvin í ríkum mæli. Hvað varðar langt frí frá stjórnmálum og nokkurn aldur - þá eru ágæt dæmi um einmitt alla þessa kosti- mjög vel þekkt í sögunni .
Nefna má Winston Churchill og Konrad Adenauer sem dæmi um reynslu mikla menn sem kallaðir voru til forystu þjóða sinna á ögurstund.
Ástandið á Íslandi er efnahagshamfaraástand....
Talað er um unga og velmenntaða menn til slíkrar forystu- þeirra sé framtíðin. Það var nú einmitt sem gerðist í bönkunum- ungir og geysi velmenntaðir menn fylltu bankana og þeim reyndari var ýtt út.
Allt gekk vel í fyrstu- en síðan varð algert efnahagshrun.
Það vantaði þekkinguna og reynsluna...
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2009 kl. 13:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.