17.2.2009 | 10:59
Strandkapteinar lýsa frati á Seðlabankafrumvarpið
Frétt af mbl.is
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Viðskipti | mbl.is | 17.2.2009 | 9:44
Seðlabankastjórarnir gagnrýna harðlega breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Segja þeir mjög mikilvægt að kasta ekki til höndunum við breytingar á lögunum. Sýna þurfi mikla gát og vandvirkni til að fyrirbyggja að úr verði stjórnsýslubastarður, sem geri stjórnina óskilvirka og valdi tortryggni.
Lesa meira
Það er fróðleg lesning að fá fram viðhorf núverandi Seðlabankastjóra á væntanlegu frumvarpi um stjórn Seðlabankans. Hér tala menn sem gert hafa Seðlabanka Íslands gjaldþrota og rústað trúverðugleika hans bæði utanlands sem innan. Gert okkur Íslendinga að athlægi meðal þjóðanna. Stjórnsýslubastarður er notað til varnaðar við gerð hins nýja frumvarps. Er hugtakið stjórnsýslubastarður ekki einmitt lýsandi fyrir störf þessara Seðlabankastjóra á aðdraganda og í kjölfar mesta efnahagshruns sem íslenska þjóðin hefur upplifað og á eftir að upplifa um ókomin ár. Stjórnsýslubastarðar skulu þeir heita- einkum foringi þeirra. Brýnt er að hið nýja frumvarp um Seðlabanka Íslands verði sem fyrst að lögum. Núverandi ríkisstjórn er treyst fyrir að fullgera verkið.
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Þessir herramenn ættu að sjá sóma sinn í að láta sig hverfa.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.2.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.