23.2.2009 | 16:34
Framsókn til varnar Davíð seðlabankastjóra
Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn bíður eftir arftaka Davíðs
Tomsen
Mánudagur 23. febrúar 2009 kl 15:53
Höfundur: (johannh@dv.is)
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bíða átekta og hafa í hyggju að fresta för hingað til lands þar til stjórnvöld hafa skipt út yfirstjórn Seðlabankans. Þetta hefur DV eftir áreiðanlegum heimildum úr stjórnkerfinu og þinginu.
Fyrir liggur að meta framvindu og skilvirkni áætlunar sem gerð var með samningi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í byrjun nóvember síðastliðinn. Tafir eru þegar orðnar ýmsum þáttum, þar á meðal mat á sannvirði eigna yfirteknu bankanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur margoft sagt að megintilgangur seðlabankafrumvarpsins sé að skapa traust til starfsemi bankans og trúverðugleika í samskiptum við aðrar þjóðir.
Ljóst má því vera að töf á afgreiðslu seðlabankafrumvarpsins er farin að hafa áhrif á samskipti stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálf fimm í dag þar sem hugsanlegt er að seðlabankafrumvarpið verði tekið til afgreiðslu þrátt fyrir að það hafi ekki verið afgreitt frá viðskiptanefnd. (visir.is)
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hvað vakir fyrir Framsókn með þessum tafaleik við afgreiðslu frumvarps ríkisstjórnarinnar um nýskipan Seðlabankans ? Annar af tveim fulltrúum Framsóknar í Viðskiptanefnd hafnar afgreiðslu frumvarpsins- en hinn ekki. Því er borið við að Sigmundur formaður Framsóknar styðji málið - skrýtið sjónspil. Nú eru þetta árlegar skýrslur frá ESB varðandi Seðlabankamál og engin stórtíðindi á ferð - sem verið er að vitna til við þessa uppá komu. Er málið einfaldlega eitthvert kosninga-auglýsingatrikk Framsóknar - ef svo er þá er þetta þeim mjög dýrt spaug...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.