Varnarræða við endimörk

Frétt af mbl.is

SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Innlent | mbl.is | 24.2.2009 | 21:11
Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í Kastljósi RÚV í kvöld að í febrúar í fyrra hefði bankastjórn Seðlabanka Íslands varað ríkisstjórnina því að íslenska bankakerfið „færi á hausinn" í október - eins og raunin varð.
Lesa meira

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta var fyrst og fremst varnarræða hjá stjórnmálaskörungnum Davíð Oddssyni, Seðlabankastjóra. Varnarræða manns sem er að ljúka ferlinum í Seðlabankanum.

Ólán Davíðs er fyrst og fremst að hafa tekið að sér stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans.

Í þá stöðu átti hann ekkert erindi og á þeim tímum sem efnahagsleg menntun, yfirgripsmikil þekking og reynsla peningamála ,skipti sköpum.

Sterkur persónuleiki og yfirdrifin stjórnsemi - bætti ekki stöðuna.

Ekki er vafi á að ýmislegt frá Davíð Oddssyni hefur komið Seðlabankanum til góða.

En efnahagshrunið er staðreynd og traust og trúverðugleiki Seðlabankans er að engu orðinn - bæði utanlands og innanlands.  Það er bara staðreynd. 

Endurreisn Íslands er mjög tengd nýrri áhöfn í Seðlabanka Íslands og það strax. 

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri verður að draga sig til hlés og aðrir að taka við - annað er ekki í boði.


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kom það í ljós að búið var að vara við hruni, stjórnin gerði ekkert. Á þeim tímapunkti sem Davíð kom með varnarorðin þá byrjuðu allir sem vettlingi gátu valdið að laga stöðu innan kerfisins ef allt færi á versta veg eins og SÍ varaði við. Bankarnir verða að fá rétt nöfn eins og Seðla-rán-kinn, Lands-rán-kinn, Íslands-rán-kinn og KB-ránkinn. Allir þjófastofnanir eins og leggja sig kvalarar og mergsjúarar.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband