Hafna þingmenn Sjálfstæðisflokks persónukjöri til alþingis ?

Frétt af mbl.is

Leggja fram frumvarp um persónukjör
 Þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi annarra en Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp um að kosningalögum verði breytt þannig að færi gefist á persónukjöri í kosningum til Alþingis.
Lesa meira

Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi ,utan þingsflokks Sjálfstæisflokksins , leggja fram frumvarp um að færi gefist á persónukjöri í kosningunum að vori- til Alþingis.

Ljóst er að persónukjör við röðun á framboðslista er verulegt skref í átt að auknu lýðræði . 

Einn er sá stjórnmálaflokkur sem ekki er lýðræðisþenkjandi hvað varðar aukinn rétt kjósenda við val á þingmönnum.

Sjálfstæðisflokkur sker sig einn úr við frumvarpið um persónukjör. 

Sjálfur meginn ábyrgðarflokkur að efnahagshruninu - vill áframhaldandi flokksræði við val frambjóðenda til Alþingis. Hann hafnar lýðræði við val frambjóðenda. 

Nú reynir á einstaka núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvort þeir lúta í einu og öllu flokkseinræðinu eða hafa kjark og burði til að hafa sjálfstæða skoðun. Það verður vandlega fylgst með  hverjum og einum þingmanni við afgreiðslu málsins á Alþingi.

Fyrirsláttur um að tíma skorti til afgreiðslu frumvarpsins eru ómarktæk rök...

Fólkið vill aukið lýðræði. Persónukjör er aukið lýðræði...  

 


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þeir vilja prófkjör á þeim þrífast þeir þar kemur spillingin fyrst fram og þar eru frambjóðendur keyptir það er helst kvenfólkið sem lætur ekki kaupa sig og þess vegna gengur þeim ekki eins vel og lögfræðingunum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.3.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband