Fyrirgreiðslur FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins

Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Innlent | Morgunblaðið | 9.4.2009 | 6:53
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins. Fimmtíu og fimm milljónir króna verða endurgreiddar úr sjóðum Sjálfstæðisflokksins í þrotabú Stoða, áður FL-Group, og þrotabú Landsbankans. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, forgöngu um að útvega flokknum þessa styrki í árslok 2006.
Lesa meira

Það er ýmislegt að fljóta upp á yfirborðið  úr innviðum Sjálfstæðisflokksins .  30 milljón króna framlag frá "erkifjandanum" þeirra ( að eigin sögn ) sjálfum Baugi vs. FL group og einkavinunum í Landsbankanum uppá 25 milljónir króna (allt á hágengi krónunnar) 

Engin ástæða er til að ætla að svona framlög frá auðfélögum til Sjálfstæðisflokksins séu einangrað fyrirbrigði um tíðina.

Ekki þarf annað en að líta á stórhýsi þeirra, Valhöll  og kosningabaráttu undangenginna áratuga til að  tengja saman við ný fram komnar siðferðisveilur Flokksins. Þessi  fjárframlög upp á 55 milljónir kr., fáeinum mínútum fyrir gildistöku laga um hámark fjárframlaga  fyrirtækja til stjórnmálaflokka upp á hámark 300 þús. kr. , endurspegla siðferði  Sjálfstæðisflokksins.  Þessi gerningur er í árslok 2006.

Fljótlega í ársbyrjun 2007 byrja ýmsar hræringar í orkugeiranum þar sem kröfur Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu á almannaeigum gerast háværar. Kaup einkaaðila á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja ná fram að ganga og stofnað er félag innan OR , REI, um einkavæðingu  á verðmætum eignum Orkuveitu Reykjavíkur.

Þau fyrirtæki sem að málum koma eru einmitt þessir mikilvirku styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins- FL group og Landsbankinn í baklandinu. Gjöf er æ til gjalda.

Allir muna næturfundi Vilhjálms fv borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins á síðustu klukkustundunum þegar selja átti mannauð og bita úr OR til þessara aðila. Hannes Smárason , útrásargúrú FL group beið þess að fljúga með samningin til London þar sem hægt yrði að veðsetja hann fyrir milljarðatugi-- en babb kom í bátinn- ungir Sjálfstæðismenn og Svandís Svavarsdóttir gerðu uppreisn og svikagerningurinn var sleginn af. 

Það munaði hársbreidd á að stórfelld sala á fjöreggi þjóðarinnar yrði selt úr landi fyrir fullt og allt. Þetta er ljót saga. 

Þrjú  nöfn forystumanna ber hátt Geir H.Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt Vilhjálmi fv. borgarstjóra. 

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn nakinn fyrir þjóðinni.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband