SjálfstæðisFLokkur andsnúinn lýðræði til fólksins í landinu

Alþingi: Stjórnarskrárfrumvarpið ekki á dagskrá. Verður hlé gert á störfum þingsins í dag?

althingi-300×2002.jpgÞingfundur hefur verið boðaður á Alþingi kl. 10.30 í dag. Á dagskrá, auk umræðna um störf þingsins í upphafi fundar, eru 18 mál. Athygli vekur að stjórnarskrárfrumvarpið, sem tafið hefur störf þingsins að undanförnu, er ekki á dagskrá. Í gær féllust framsóknarmenn á að einu atriði í frumvarpinu, ákvæði um stjórnlagaþing, yrði frestað, en nú er hugsanlegt að frumvarpið í heild dagi uppi.

Umræður um stjórnarskrárfrumvarpið stóðu til kl. 2 í nótt.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

SjálfstæðisFLokkur hefur haldið uppi þrotlausu málþófi á alþingi undanfarnar vikur til að hindra að frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í átt til aukins lýðræðis fyrir þjóðina næði fram að ganga.

Hugsanlegt er að frumvarpið um stjórnlagaþing dagi uppi á þinginu. Það er þessum ólánsflokki ekki nægjanlegt að hafa hannað og stýrt þjóðinni í efnahagshrun- lýðræðis skal hún ekki njóta umfram það sem FLokkurinn skammtar.

En við getum breytt þessu - það eru kosningar framundan.

Nú eru uppgjörstímar .

Frá því hin" Vanhæfa ríkisstjórn" Geirs H.Haarde var sett frá völdum af fólkinu-með búsáhaldabyltingunni og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir , forsætisráðherra tók við - hafa orðið mikil umskipti við stjórn landsins.

Fólkið í landinu finnur að ríkisstjórnin er til fyrir fólkið í landinu og hagsmuni þess. 

Stétt með stétt er kjörslagorð SjálfstæðisFLokksins - það er heldur mikil stytting á innihaldinu - hið rétta er valdastétt með auðstétt. 

Það er kjarninn í andstöðu SjálfstæðisFLokksins gagnvart auknu lýðræði til fólksins í landinu.  

Munum það í komandi kosningum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband