Efnahagsstefna Samfylkingarinnar - til endurreisnar

 Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Innlent | mbl.is | 16.4.2009 | 8:39
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Húsfyllir er á fundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál sem nú stendur yfir á Grand hótel. En þar er kynnt efni nýrrar skýrslu, Skal gert, um leiðir jafnaðarmanna í efnahagsmálum.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta var áhrifamikill fundur Samfylkingarinnar varðandi efnahagsmál - leiðir til uppbyggingar og endurreisnar í kjölfar efnahagshrunsins sem leitt var yfir þjóðina af frjálshyggjuöflunum - einkum SjálfstæðisFlokks og Framsóknar.

Ljóst er eftir þessa framsetningu til  uppbyggingar atvinnu og efnahafslífs á Íslandi hefur Samfylkingin tekið afgerandi forystu í stjórnmálum á Íslandi í nútíð og til framtíðar.

Bandaríska frjálshyggjuhagkerfinu sem sett hefur heimsbyggðina í dýpstu kreppu frá árinu 1929 - er hafnað.

Skandinaviskahagkerfið sem reynst hefur best allra hagkerfa - er það sem koma skal.

Grundvöllurinn að upphafinu er að hefja strax að loknum kosningum- aðildarviðræður við ESB og að lýsa yfir að í peningamálum verði upptaka evru - með Seðlabanka ESB sem bakhjarl- okkar framtíð.

Við það munu skapast hér skilyrði til raunhæfrar hagstjórnar með nauðsynlegum aga. Í kjölfarið mun trú og traust alþjóðasamfélagsins á Íslandi taka þeim umskiptum að lánshæfi okkar verður að nýju fyrir hendi og á viðráðanlegum kjörum. 

Vextir og verðbólga færu hraðlækkandi og lífskjör heimilanna í landinu líkjast því sem gerist í okkar nágrannalöndum sem best standa. Ljóst er að fyrirtæki sem hafa megin viðskipti sín við útlönd eru nú þegar farin að greiða laun til sinna starfsmann hérlendis í evrum. Hin íslenska króna er ónýt gagnvart umheiminum.

Fram kom á fundinum að meðalheimili er að greiða um 1 milljón í sinn heimilisrekstur umfram það sem nágrannar okkar  greiða á ári til hins sama innan ESB.

Íslendingar, sumir, hafa haldið fram að okkar fisveiðikvóti værið í hættu ef við yrðum innan ESB - það er rangt. Við hefðum öll og óskoruð völd yfir öllum okkar auðlindum. Landbúnaður fengi aukið frelsi til að blómstra ...

Nú er að koma allri umræðu um ESBaðildi upp á raunhæft plan - hefja viðræður og þjóðin metur síðan af- eða á að fengnum réttum forsendum til ákvarðana..

 


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Já það væri sannkallað fagnaðarefni að "koma allri umræðu um ESB aðild upp á raunhæft plan" eins og þú segir. Ég er þér innilega sammála.

Hingað til hefur þetta snúist nær eingöngu um evruna, sem er vafasöm nálgun, svo ekki sé meira sagt (sbr. Grikkland, Írland, Spánn o.s.fvr.).

Þegar þú segir "hefja aðildarviðræður" geng ég út frá að það sé gert á mjög lýðræðislegan hátt; þ.e. að um leið og afdrif Lissabon samningsins eru ljós verði ESB rækilega kynnt fyrir almenningi og síðan sæki stjórnvöld umboð til þjóðarinna til að leggja inn umsókn um aðild. Það verði gert í almennri atkvæðagreiðslu.

Að því loknu er svo hægt að hefja viðræður, ef meirihlutinn æskir þess.

Haraldur Hansson, 16.4.2009 kl. 13:50

2 identicon

Mér sýnist efnahagsstefna Samfylkingarinnar aðeins snúast um eitt: Göngum í ESB, sama hvað það kostar !

Það er nánast hneyksli að forysta Samfylkingarinnar skuli samt sem áður ekki hafa sett sér nein við mið eða nein eiginleg samnings markmið í þessum margboðuðu aðildar viðræðum. Það veit ekki á gott og sýnir fólki bara að Samfylkingunni væri öllum flokkum síst til þess fallinn að stýra þeim viðræðum.

Svo er það algerlega rangt hjá þér að Seðlabanki ESB sé einhver bakhjarl eða vörn í efnahagsóveðrum heimsins fyrir einstökum aðildarríkjum Sambandsins. Þú gætir allt eins sagt að Kvenfélagasamband Íslands væri sterkur bakhjarl Íslensku krónunar. Mað annars fullri virðingu fyrir Kvenfélagasambandi Íslands.

Staðreindin er sú að Seðlabanki ESB hefur ekkert getað gert og ekkert heldur viljað gera til þess að styðja gegn efnahagshruninu í sumum af verst settu aðildarríkjum ESB eins og t.d. Írlandi, Lettlandi, Ungverjalandi og Spáni.

Seðlabanki ESB hefur ekki einu sinni getað komið sér saman um að samræma aðgerðir aðildarlandanna til þess að takmarka tjón efnahagshrunsins.

Þetta er því bara aðeins enn ein lygin og áróðurs klisjan sem ESB sinnar nota til þess að fá okkur til að ganga sambandinu á hönd. 

Ekki veit ég heldur hvernig Samfylkingin ætlar að þvinga þjóðina í aðildarviðræður um ESB þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar er algerlega andsnúinn svo mikið sem aðildarviðræðum við ESB samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Mikill meirihluti allra kjósenda stjórnmálaflokkanna eru líka á móti aðild og líka mikill meirhluti þeirra sem engan flokk ætla að kjósa eða skila auðu. Aðeins í Samfylkingunni er meirhluti fyrir þessu og kanski ekki skrýtið því að forystumenn SF hafa nánast rekið þessa stefnu eins og um strangtrúar trúarbrögð væri að ræða en ekki stjórnmál. 

Nei Samfylkingin á ekki að komast upp með að þvinga uppá þjóðina sinni einstregislegu ESB- landráðastefnu gegn miklum meirihluta fólksins í landinu !

Þessa landráðastefnu úrtöluliðsins í Samfylkingunni verður að stöðva þegar í stað !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Sævar Helgason

Við erum nú þegar komin með  75 % af regluverki ESB inni okkar lög.  Við komumst aldrei að því hvaða kostir standa okkur til boða nema við ræðum við ESB- það er ekki flóknara en það.  Til þess þarf aðildarviðræður. Þegar ljóst liggur fyrir innihald þess sem  út úr þeim aðildarviðræðum kemur- þá er það þjóðin öll sem svarar.  Norðmenn hafa farið a.m.k tvisvar í slíkar viðræður en þjóðin hafnað aðild á sýnum eigin forsendum.  Einn flokkur er þver fyrir öllu sem heitir þjóðaratkvæðagreiðsla- að þjóðin ráði.Þþessi FLokkur heitir SjálfstæðisFLokkur. Hann fer ört minnkandi og verður mjög áhrifalítill  íslenskum stjórnmálum eftir 25 apríl 2009- sem betur fer. Miklar líkur eru á að aðildarviðræður hefjist þegar í maí 2009....

Sævar Helgason, 16.4.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Bara smá ábending Sævar. Við erum með 75% af regluverkinu sem varðar innri markað ESB, vegna aðildar okkar að EES. En alls ekki 75% af öllu regluverki ESB, enda eru fjölmargir málaflokkar sem heyra ekki undir EES samninginn.

Af þeim lögum sem afgreidd eru frá Alþingi eru um 17% vegna aðildar að EES og talan fer í rúmlega 21% ef óbein EES áhrif eru meðtalin. Sambærileg tala fyrir lönd innan sambandsins liggur nálægt 80%. Það má ekki rugla þessu tvennu saman.

Ég bara ítreka að það er ekki hægt að hefja viðræður fyrr en búið er að leggja inn formlega umsókn um aðild. Þannig eru bara reglurnar. Það er ekki lýðræðislegt að sækja um aðild án umboðs frá þjóðinni. Og það er mjög varasamt að leggja í þessa ferð á meðan örlög Lissabon samningsins liggja ekki fyrir. Í honum eru boðaðar meiriháttar breytingar á sambandinu.

Haraldur Hansson, 17.4.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband