19.4.2009 | 07:25
Kosningaáróður Moggans hafinn- sægreifarnir hræddir.
Nú er kosningaáróður eigenda Morgunblaðsins hafinn.
Birt er heilsíða í sunnudags Mogga þar sem innihaldið , ímyndaðar skattahækkanir núverandi ríkisstjórnarflokka Samfylkingar og VG eru settar upp í ýmsum dæmum.
Þess hefur verið beðið allt frá því kvótagreifar innan LÍÚ útgerðarauðvaldsins fengu að kaupa Morgunblaðið af fyrrum Glitnisbanka með góðum afslætti- hvernig nota ætti blaðið til hagsbóta fyrir eigendurna.
Sem kunnugt er þá hafa báðir ríkisstjórnarflokkarnir það framalega á sínum stefnuskrám að leysa upp þetta gjafakvótakerfi - kerfi þar sem fáum útvöldum voru gefnir milljarðar af þjóðareign.
Margir telja það upphafið að efnahagshruninu sem nú hefur komið allri þjóðinni á hnén. Nú hafa þessir kvótaeigendur" veðsett fiskinn í sjónum 7-8 veiðiár fram í tímann eða sem nemur 7-800 milljörðum króna.
Ljóst er að endurgreiðsla þessarar skuldsetningar ,sem að mestu er tilkomin vegna hlutabréfakaupa í hinni gölnu útrás , mun lenda á almenningi að greiða með einum eða öðrum hætti.
Eins og staðan er í dag eru fiskveiðiheimildirnar að mestu komnar í veð til erlendra lánastofnana.
Nú er stefnt að því að allar auðlindir þjóðarinnar, orkan í fallvötnum,jarðvarmi , vatnið og auður hafsins verði óumdeilanlega eign þjóðarinnar allrar - þjóðinni allri til hagsældar.Fyrir því hafa Samfylkingin og VG- forystu.
LÍÚ auðvaldið leggst gegn því að sérhagsmunum þess - yfirráðum yfir fiskiauðlindinni - verði komið að nýju til þjóðarinnar.
Eitt baráttutækið til að vinna sérhagsmunum sínum lið er m.a að kaupa fjölmiðil sem hægt er að beita gegn almenningi við þessa sérhagsmunagæslu.
Við sjáum aðferðina nú í sunnudags Mogganum. Uppskáldaðar skattahækkunarálögur á almenning - missi Sjálfstæðisflokkurinn völdin- Flokksins sem eftir 18 ára valdasetu við stjórn" efnahagsmála - skilur landið eftir í efnahagslegri rúst.
Rúið trausti og trúverðugleika á alþjóðavettvangi. Við almenningur fylgjumst með næstu heilsíðuáróðurs fréttum" Moggans fram að kosningum - og brosum að barnaskapnum....
Innganga Íslendinga í ESB og upptaka evru með Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl til þrautavara -er leið þjóðarinnar frá því hörmungarástandi sem ella yrði hér næstu áratugina . Bent er á að í gangi er á netinu undirskriftasöfnun þeirri leið til stuðnings- á www.sammala.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Athugasemdir
Sem kunnugt er þá hafa báðir ríkisstjórnarflokkarnir það framalega á sínum stefnuskrám að leysa upp þetta gjafakvótakerfi - kerfi þar sem fáum útvöldum voru gefnir milljarðar af þjóðareign, ritar þú.
Ég mundi nú vilja fá þetta skriflegt frá Steingrími J. Sigfússyni fyrir kosningar, mundir þú geta gengið í það að útvega það fyrir mig.
Kveðja, Þorsteinn Gunnarss
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.4.2009 kl. 09:40
Þorsteinn . Ekki er ég VG fylgissveinn, en hér er úrdráttur úr þeirra kosningastefnuskrá, Hún er, hvað kvótamálin varðar, ekki mjög langt frá Samfylkingunni. Allavega báðir flokkarnir fara mjög fyrir brjóstið á sérhagsmunaaðilum í auðlindamálum....
" Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lengi talið mikilvægt að ráðist verði í úrbætur á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi til að ná fram réttlátara aðgengi að nytjastofnum á Íslandsmiðum en nú er. Varanlegasta breytingin, og sú sem beinast liggur við að innleiða, er að hefja endurráðstöfun aflaheimilda og eftir atvikum að koma á annars konar afnotarétti, að undangenginni innköllun aflaheimilda um leið og gætt sé jafnræðis. Fyrir utan þá meginleið sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur talað fyrir, og nefnist hér innköllun og endurráðstöfun, er flokkurinn tilbúinn að skoða aðrar leiðir til innköllunar fiskveiðikvótans verði það til að flýta fyrir nauðsynlegum umbótum á fiskveiðistjórnarkerfinu."
Sævar Helgason, 19.4.2009 kl. 10:13
Takk fyrir svarið Sævar. Ég var í málefnanefnd Alþýðubandalagsins um sjávarútvegsmálefni á sínum tíma. Ég verð bara að upplýsa það að mér fannst nú að Steingrímur væri ekki fyrsti maður sem vildi breytingar þá þessum málefnum.
Þess vegna tel ég rétt að hafa strangar gætur á honum.
Sjáum athafnir hans núna í kvótamálefnum landbúnaðarins. Allt í einu er undirritaður öllum kjósendum á óvörum búvörusamningur.
Við stöndum frammi fyrir kreppu og vitum ekki hvernig hún þróast. Það gæti t.d þurft að gera breytingar á landbúnaðarframleiðslunni svo við tökum dæmi eða gera ýmsar hliðarráðstafanir. Hvað um áburðarkaup bænda í vor?. En þá er öllu skellt í lás 10 fyrir kosningar. Samningsaðiljar virðast því ætla að loka málinu með þessum hætti.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.4.2009 kl. 12:19
Kíkið á viðtal Agnesa Bragadóttur við Jóhönnu Sigurðardóttir á mbl.is í vefupptöku. Það er bara eins og Agnes sé á launum hjá Sjálfstæðisflokknum, manneskjan er stétt sinni til skammar.
Jón Gunnar Bjarkan, 22.4.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.