Ríkisstjórnarflokkarnir auka fylgi sitt. Aðildarviðræður við ESB í sjónmáli ?

S- og V-listar bæta heldur við
Innlent | Morgunblaðið | 22.4.2009 | 6:30
Mynd 496306 Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist lítið í skoðanakönnun sem birt var í gær, miðað við könnun frá því í fyrradag. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta heldur við sig en Borgarahreyfingin dalar aftur.
Lesa meira

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú eru þrír dagar þar til kjósendur ganga til kosninga. Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að Samfylkingin er ennþá á uppleið - fær nú 31,7 % fylgi.

Vinstri Græn bæta einnig við sig eru nú með 27,5% fylgi. 

Styrkur ríkisstjórnarflokkanna er því að eflast- samanlagt með tæp 60% stuðning þjóðarinnar.

Sjálfstæðisflokkur er að hrapa niður - mælist nú með 22,5% fylgi .

Framsóknarflokkur mælist með 12,1 % fylgi. 

Borgarahreyfingin er að dala mælist nú á markalínu þess að ná mönnum á þing- eða 5% fylgi.

 Ljóst er að mikið traust er borið til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og er það verðskuldað. Það sama má segja um VG - þau hafa staðið sig vel í ríkisstjórninni.

Nú er ljóst að Evrópumálin eru að verða þungamiðja kosninganna. Æ fleirum er að verða ljóst að innganga Íslands í ESB og að tengjast hið fyrsta evrunni er okkar lífakkeri . Í Evrópumálum er forysta Samfylkingarinnar ótvíræð og stuðningur við þann flokk eru því þungavigtar atkvæði inn í ESB. 

Nú er ögurstund . Bretar eru reiðubúnir að beita sér fyrir hraðainngöngu Íslands í ESB og að gjaldmiðilsmál okkar verði sett á tryggar undirstöður. Það sama á við um Norðurlandaþjóðirnar. 

Það því þjóðinni gríðarlega mikilvægt að í þeim kosningum sem við göngum nú til- fái þau öfl sem hafa aðildarviðræður við ESB  í forgangi-  öflugt brautargengi.  Tækifæri okkar er núna.

 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er það að standa sig vel að hafa algerlega mistekist stærsta ætlunarverk sitt sem Jóhanna boðaði að slá skjalborg um heimilin í landinu. Þar hafa engar raunhæfar aðgerðir komið til.

Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband