Kayakræðara á hringferð um Ísland -miðar vel.

Gísli H. Friðgeirsson , kayakræðari sem nú freistar þess að róa á kayak einn síns liðs umhverfis Ísland-lauk fyrsta áfanga sínum að þessu marki-í gær.  Um kl 16 á Sjómannadaginn lenti hann í Stykkishólmshöfn að afloknum 260 km kayakróðri  frá Geldinganesinu í Reykjavík til Stykkishólms. Ferðin tók hann 7 daga. Þetta er mikið þrekvirki hjá Gísla H. Friðgeirssyni.

   Gísli H. Friðgeirsson kayakræðari .

Í fjörunn á Jónsnesi unnan Stykkishólms.

260_km_a_baki_007.jpg

 

Ég gerði mér ferð í Stykkishólm í gær og réri til móts við hann  við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og varð honum samferða á þessum loka áfanga  inn í Stykkishólmshöfn.   Sú leið var stutt „aðeins 20 km „ 

Veður var gott en vestan strengur með krappri öldu þar sem ekki naut vars af eyjum. 

Svæðið kringum Stykkishólm er mikið kjörsvæði fyrir kayakræðara  og á leið okkar mættum við okkar góðu kayakvinum hjónunum Þórólfi Matthíassyni og frú  sem voru þarna á róðri.  

Það urðu fagnaðarfundir.

Kayakvinir hittast sunnan Stykkishólms

260_km_a_baki_014.jpg

 Nú tekur við tveggja daga hvíld hjá Gísla kayakræðara  , í Stykkishólmi ,áður en næsti kafli í hringróðri hans hefst sem er  leiðin frá Stykkishólmi og allt vestur á Ísafjörð.  

Og nú þegar hann leggur á þverun Breiðafjarðar  frá Stykkishólmi í Flatey og síðan að Brjánslæk  hefur honum bæst  róðrarfélagi  a.m.k einn, þessa löngu leið sem að mestu er um úthaf að fara. 

En Gísli H. Friðgeirsson er hvergi banginn  hver róðrardagur er í raun þrekvirki. 

Það er ekki bara að sitja í kayaknum og róa klukkutímum saman því landtaka getur reynt á .

Fjörur misgóðar , allt frá mjúkum skeljasandafjörum í stórgrýti.

Og síðan er það þessi mikli munur á flóði og fjöru  eða allt að 4 metrum í Breiðafirðinum.

Það er ekki alltaf hægt að koma á náttstað á háflóði.    Það er því viðbótar erfiði að draga þungan kayakinn upp fjörurnar og upp fyrir sjávarborð flóðs

 En að róa á kayak með ströndum landsins er sjónarhorn sem ekki margir upplifa og er í raun ólýsanlegt ævintýri - slíkt er náttúrufarið..

Rauðalínan með ströndinni á þessu korti

sýnir róðrarleið Gísla H. Friðgeirssonar

á leiðinni Reykjavík - Stykkishómur

lei_10_kort.jpg

 

En meira síðar.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband