Fyrirvarar innan samninga eða uppsögn samninga ?

Nú er að sjá hvað Bretar og Hollendingar segja um málið.  Hvort þeir meta þetta í lagi og innan samninga eða sem uppsögn samninga....  Við bíðum spennt...
mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sævar,

Ég þori að fullyrða að Bretar og Hollendingar munu samþykkja samninginn strax. Sem er hið versta mál. Þeir gera það vegna þess að fyrirvararnir eru tannlausir og vegna þess að með samþykki þá viðurkennir Alþingi ábyrgð sína í prinsippinu, sem er lykilatriði fyrir þá. Mundu að ÖLL eftirmál og deilur fara fyrir Hollenska og Breska dómstóla sem er annað lykilatriði fyrir þá. Að lokum þá fer málið aldrei aftur fyrir Alþinig sem slíkt; það verður framkvæmdavaldið sem sér um að framfylgja fyrirvörum og miðað við frammistöðu sína í samningum hingað til þá hljóta Hollendingar og Bretar halda að þeir hafi himinn höndum tekið.

Ég tel þessa tækni--fyrirvarar við saminginn--típískt íslenskt klúður. Við eigum að hafna samningnum hreint út. Við munum sjá mikið eftir þessu.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Sævar Helgason

Takk fyrir skilmerkileg skrif , Kristján .  Ég horfi nokkuð öðruvís á málin.  Þetta hörmulega ICESAVE mál er gjörningur sem þjóðin var gerð ábyrg fyrir gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Við komumst ekki undan því að lúta þeim dómi- hvað sem öllum lagabálkum líður.  Málið er stórpólitíkst milliríkjamál. Engin þjóð stendur með okkur gagnvart höfnun á ábyrgð- greiðslu skuldar okkar.

Samningurinn er alþjóðasamfélagsins um ábyrgð okkar.  Allar okkar viðskiptaþjóðir hafa sagt sitt- einróma- borgið.

Ég fellst á greiðslu. Síðan er það okkar að taka á þeim aðilium sem komu okkur í þessa stöðu- þeir eiga allir lögheimili á Íslandi....

Sævar Helgason, 15.8.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband