62% telja slæmt að hafna ICESAVE samningnum.

Frétt af mbl.is

Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Innlent | mbl.is | 1.9.2009 | 19:08
 Meirihluti landsmanna er á móti ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna ef marka má Þjóðarpúls Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins.
Lesa meira

Hún er nokkuð mótsagnakennd þessi skoðanakönnun ,hvað svörun snertir. 

63% landsmanna eru andvíg  ríkisábyrgð á ICESAVEsamningunum- en 62 % landsmanna telja slæmt að hafna ICESAVE samningunum.  

Það verður greinilega ekki bæði haldið og sleppt.

En þetta sýnir að gríðarleg óánægja er með þá bölvun sem kölluð var yfir þjóðina af Landsbankaliðinu með öflugum stuðningi Sjálfstæðisflokks og í bland við Framsókn. 

Meirihluti landsmanna vill samt greiða þó hábölvað sé.


mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stór hluti af þessum 62%, sem hræðast afleiðingar þess að hafna Icesave-samningum, er til kominn vegna sleitulauss hræðsluáróðurs sem höfðar til veiklyndis margra, sérstaklega þeirra sem hafa ekki kynnt sér lagalegan rétt okkar í málinu. Hitt er þó staðreynd, að 63% landsmanna eru andvíg ríkisábyrgð á Icesave-samningunum, en einungis 24% hlynnt henni. Þegar einungis eru taldir þeir, sem taka afstöðu, eru rúmlega 72% andvíg ríkisábyrgðinni. Það eru skilaboð til ALLRA Icesave-flokkanna!

Jón Valur Jensson, 1.9.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Sævar Helgason

"Stór hluti af þessum 62%, sem hræðast afleiðingar þess að hafna Icesave-samningum, er til kominn vegna sleitulauss hræðsluáróðurs"

Er þessi skoðun þín byggð á þinni eigin tilfinningu eða eru baki marktækar kannanir sem þú styðst við ?

Sævar Helgason, 1.9.2009 kl. 23:40

3 identicon

----- en 62 % landsmanna telja slæmt að hafna ICESAVE samningunum. Það er mergur málsins.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta byggist ekki á einberri tilfinningu, Sævar, heldur vitneskju um þennan víðtæka, margítrekaða hræðsluáróður og undirtektir sumra við hann. Þú getur kembt bæði fjölmiðla og þingræður og fundið þessa fjölmörg dæmin, og áhrifin af áróðrinum hafa jafnvel náð inn í forystugreinar dagblaða.

Gerðu ekki ráð fyrir, að ég svari skoðanaskiptum um þetta langt fram á nótt, en ég stend fast á þessu sjónarmiði, enda hef ég fylgzt ákaflega vel með bæði þingumræðu og fjölmiðlum, blöðum sem ljósvakamiðlum, um þetta stóra ógæfumál þjóðarinnar,

Jón Valur Jensson, 1.9.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið sjáið, hvað Ólafur Sveinsson telur merg málsins, en er ekki staðreyndin sú, að 62–63% manna (þó ekki nema að hluta til þeir sömu) hafa séð þarna tvo kosti, sem hvorugur er án ýmissa óþæginda? – sem og, að allstór hluti þeirra, sem telja (eins og það hét í könnuninni sjálfri) "að það hefði slæm áhrif á þjóðarhag ef Alþingi samþykkti ekki [Icesave-]samninginn," velur samt sem áður að HAFNA ríkisábyrgðinni. Menn eru þannig reiðubúnir að taka óþægindunum, sem sú höfnun getur haft í för með sér. Það hugrekki almennings er til eftirbreytni fyrir alþingismenn og ráðherra!

Takið eftir, að þótt 46% Vinstri grænna séu fylgjandi ríkisábyrgðinni, eru 39% kjósenda þar andvígir henni. Og Icesave-sinnar Sjálfstæðisflokksins og hlutleysissinnar þar taki eftir, að 82% kjósenda flokksins í þessari könnun sögðust ANDVÍG ríkisábyrgðinni, en einungis 9% fylgjandi henni!

Jón Valur Jensson, 2.9.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband