Brestur í bankaleynd hrunliðsins...

Frétt af mbl.is

Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Innlent | mbl.is | 9.9.2009 | 12:36
Fjármálaeftirlitið kom í febrúar á framfæri við Ólaf... Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari í málum vegna bankahrunsins hefur vísað frá kærum á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Forsendur frávísunar eru þrenns konar en niðurstaða setts ríkissaksóknara er endanleg.
Lesa meira

Í hugum almennings er þessi bankaleynd- einkum sem snýr að þeim ofurmennum sem stýrðu efnahag heillar þjóðar í rústir einar- hin verstu ólög. 

Ef ákærur á hendur þessum blaðamönnum, fyrir að skýra frá þeim málum sem láku út úr bankaleyndarkerfinu, hefðu leitt til dómsmeðferðar-er næsta víst að almenningur í þessu landi hefði tekið að sér vörn þessara blaðamanna- utan veggja dómshússins.  

Með þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara hefur miklu þjóðarslysi verið afstýrt...  Öll munum við Baugsmálið og nú undir nýju ljóskeri. Fjármunir auðmanna reyndust dómsvaldinu öflugri... það skynjar þjóðin núna eftir hrunið...

Þessari niðurstöðu setts ríkissaksóknara er fagnað.


mbl.is Öllum kærum á hendur blaðamönnum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott hjá Birni, hann svona sópaði þessu útaf borðinu.  Þeir vilja frekar hafa hreint og snyrtilegt hjá sér.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.9.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband