12.9.2009 | 08:40
Vinnumiðlun Framsóknarflokksins -gjaldeyrisbrask
Frétt af mbl.is
Gegn markmiðum Seðlabanka
Innlent | Morgunblaðið | 12.9.2009 | 5:30
Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan viðskiptaaðila með gjaldeyri erlendis.
Lesa meira
Það er traustleikafólk sem Framsóknarflokkurinn kemur í vinnu hjá hinu opinbera.
Þessi maður Magnús Árni Skúlason var skipaður í bankaráð Seðlabanka Íslands þann 11. ágúst sl. af Framsóknarflokknum.
Nú einum mánuði síðar er hann uppvís af gjaldeyrisbraski sem gengur þvert á stefnu Seðlabanka Íslands.
Þetta er Framsóknarflokknum stórt áfall og mátti hann nú ekki við miklu úr átt spillingar- þó hér hafi kannski ekki verið framið hreint lögbrot.
Nú er fróðleg að sjá hvert framhaldið verður hjá Framsóknarflokknum- kannski afsögn mannsins og afsökunarbeiðni ?
Nú eru nýir tímar.... Við bíðum
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Athugasemdir
Svona til þess að halda því til haga - þá hefur vinur minn Magnús Árni einungis verið í Framsóknarflokknum í örfáa mánuði eftir að hafa verið í áratugi aktívur í Sjálfstæðisflokknum - og lengi í stjórn SUS
En látum það vera
Magnús Árni var valinn í Seðlabankann vegna þess að hann er vel tengdur hagfræðingur með mikla reynslu meðal annars í rannsóknum á húsnæðismarkaði og húsnæðislánamarkaði.
Ég mótmæli því hins vegar að Magnús Árni hafi verið að vinna gegn hagsmunum almennings þegar hann gerir þau mistök að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu.
Magnús Árni er ekki að brjóta nein lög.
Hins vegar er þetta dómgreindarleysi af hans hálfu - þar sem hann situr í stjórn Seðlabankans.
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 08:47
Nei menn voru heldur ekki að brjóta nein lög er þeir tæmdu sjóði fyrirtækja og fluttu til Tortóla, skuldsettu svo fyrirtækin í topp og keyrðu í gjaldþrot án nokkurrar persónulegrar ábyrgðar, fjármálastofnunum, byrgjum og öðrum kröfuhöfum til keðjuverkandi tjóns. Litla sæta miskunnsama kunningjasamfélag Íslands..
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:02
Mistök Magnúsar Árna ekki mistök Framsóknarflokksins
http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/947005/
Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 10:17
Gegn hagsmunum þjóðar og vinnuveitanda á ögurstundu. Á virkilega að telja manni trú um að starfsmaður í einni æðstu sjórnunar- og ábyrgðarstöðu landsins sé "tæknilega ekki að fremja glæp" og málinu sé þar með lokið?
Takið líka eftir því hvað ónefndir menn verja FLokkinn sinn og hvað sá beri litla ábyrgð á þessu. Sömu menn minnast ekki orði á og virðast engar áhyggjur hafa af því að hér var unnið gegn hagsmunum almennings í landinu. Það er ekki þeirra að skipta sér af svoleiðis smámunum. FLokkurinn ofar þjóðarhagsmunum úber alles!
sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:45
Nú hefur Magnús Árni Skúlason sagt af sér sem bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands. Það er rétt hjá honum að gera það. En iðrun er engin og þjóðin því ekki beðin afsökunnar . Engin yfirlýsing hefur komið frá formanni Framsóknaflokksins vegna málsins... Við bíðum eftir afsökun...
Sævar Helgason, 12.9.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.