Að taka milljarðalán og láta þjóðina greiða tapið.

Frétt af mbl.is

Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Innlent | Morgunblaðið | 22.9.2009 | 5:30
 Við sölu Haga, móðurfélags Hagkaupa, Bónuss, 10-11 o.fl. verslana, úr Baugi Group til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. fyrir 30 milljarða króna í júlí á síðasta ári fór aðeins hluti af söluverðinu beint og milliliðalaust til Kaupþings þvert á það sem áður hefur verið tali

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þetta mál Jóns Ásgeirs og konu hans sýnir í hnotskurn hvernig þetta lið hefur farið að í fjáröflun sinni. Að eignast banka - eiga krosseignatengsli í hina bankana og síðan nokkur eignarhaldsfélög. 

Þegar þetta er allt saman klárt - hefst spilverkið.

Fyrirtæki eru keypt með aðstoð eigin banka og það síðan bútað niður í aðrar einingar og með endurteknum lánum.

Allt klabbið sett í eingarhaldsfélög sem hafa litla sem enga persónulega ábyrgð.  Fjármagn hirt út og skuldirnar skildar eftir í eigarhaldsfélögum. Þau fara síðan í gjaldþrot og við- þjóðin- borgum skuldirnar. Icesavemálið er einn angi af þessu.  Og allt er þetta gert með dyggri aðstoð lögmanna og hagspekinga sem þetta lið kaupir til þjónustu við sig.

Við sáum og fundum smjörþefinn í Baugsmálinu. Allir helstu stjörnulögmenn landsins á ofurlaunum við að velta hverri lagaþúfu til stuðnings þessu liði- og þeim tókst að fá liðið sýknað sem engla . En það kostaði Baug milljarða- sem við erum nú taka á okkur- þjóðin.....  Skuldir heimilanna ..hvað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband