Olíuvinnsla og auðævi þjóðar

Olíuverð er mjög lágt núna sem stendur. Þessi vinnsla þarna Drekasvæðinu er langt á hafi úti og á miklu dýpi. Vinnslan er því að því leitinu til kostnaðarsöm.

Vinnsla er ekki arðbær sem stendur.

En olíusvæði heimsins fara þverrandi og því ljóst að Drekasvæðið kemur sterkt inn eftir nokkur ár.

En það er heppilegt fyrir hagsmuni þessara aðila sem um sinn eru að falla frá vinnslu- að benda á að skattaumhverfi sé þeim óhagstætt.

Efnahagsumhverfið á Íslandi núna er viðkvæmt og því reynt að koma í kring miklum skattaafslætti sem yrði þessum hugsanlegu vinnsluaðilum að miklum auðævum síðar- þegar svæðið er orðið vinnsluhæft.

Þetta ber okkur að varast núna. Við þurfum engan afslátt að gefa á þessum auðævum sem bíða þarna róleg-þau fara ekki neitt og við eigum þau.

Tími okkur mun koma fyrr en varir.


mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Olíuverð er ekki lágt í sögulegu samhengi. Það er nú um 70 USD en hefur lengi verið undir því marki.

Reyndar hefur það eingöngu verið yfir 70 USD yfir almanaksár og var það í fyrra:

http://inflationdata.com/inflation/inflation_Rate/Historical_Oil_Prices_Table.asp

Eyþór Laxdal Arnalds, 23.9.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband