30.9.2009 | 10:13
Ríkisstjórnin og ICESAVE reikningurinn
Ríkisstjórnin sem sat að völdum fyrir einu ári síðan -hrunstjórnin-samþykkti að greiða ICESAVE reikninginn að kröfu Breta og Hollendinga.
Sá gjörningur var gerður á þeim tíma þegar allt efnahagskerfi okkar var hrunið og svo virtist sem allt alþjóðafjármálakerfið væri einnig rústir einar. Það var mikill rykmökkur sem enginn sá útúr. En við sitjum uppi með þennan reikning - svo djöfullegur sem hann er.
Þjóðin telur sig saklausa af ábyrgð hans. Landsbankinn sem var einkabanki -var gerandinn mikli. En hann virðist hafa fengið heimild frá FME til verknaðarins. Við sitjum því sem þjóð í súpunni. Núverandi ríkisstjórn tók við þessum kaleik eins og hann var grunnlagður í október 2008.
Nokkrar breytingar tókst að gera á honum í vor- til hagsbóta fyrir okkur. En það myndaðist hörð andstaða á þinginu gegn ríkisábyrgð hans.
Allskyns fyrirvarar voru settir inn og sá alvarlegasti er sá að eftir 2024 hættum við öllum greiðslum til Breta og Hollendinga- vegna þessa ICESAVE reiknings- í hvaða stöðu sem eftirstöðvarnar eru á þeim tíma..
Þetta ákvæði sætir eðlilega harðari andstöðu okkar kröfuhafa. ICESAVE samningurinn er í fullkomnu uppnámi. Það er hörð milliríkjadeila milli Íslands ,Hollands og Bretlands.
Umheimurinn krefst þess að við viðurkennum og greiðum skuldir okkar.
Við stöndum alein og höfum engan stuðning .
Ef sá samningur sem ríkisstjórnin náði fram sl vor - fellur- verður vá fyrir dyrum. Allar lánalínur til Íslands eru lokaðar og verða það áfram.
Við einangrumst frá umheiminum. Hversu lengi það ástand varir veit enginn. Dómstólaleið sem talað er um gæti tekið mörg ár- ef hún er þá fær.
Að semja uppá nýtt um málið við Breta og Hollendinga sýnist ógæfulegt í ljósi þeirra viðbragða sem frá þeim heyrist. Verri samningur yrði væntanlega niðurstaðan að loknum einhverra mánaða þófi. Hollendingum og Bretum liggur ekkert á- en lífsspursmál fyrir okkur.
Mín skoðun er sú að strax í vor þegar ICESAVE samningurinn lá fyrir áttum við að ganga þá þegar frá málinu. Staða okkar nú væri öll önnur og bjartari. Að sjö árum liðnum hefðum við getað tekið upp nýjar viðræður við Hollendinga og Breta um bættan samning- enda þá með fullri reisn þess sem stendur við sínar skuldbindingar og öðlast hefur virðingu þjóðanna- eitthvað sem við höfum alls ekki í dag.
Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra til að leiða þetta mál til lykta út úr þeim pólitísku ógöngum sem það er nú statt í- þjóðinni til heilla....
Þó svo það kosti slit núverandi ríkisstjórnar...
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Það eru Íslendigar sem eru skuldunutar og ekki Bretar og Hollendingar!
Gunnar Benediktsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:22
Á að standa: skuldunautar!
Gunnar Benediktsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:34
- og: Íslendingar!
Gunnar Benediktsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:35
Takk fyrir þetta, Gunnar.
Sævar Helgason, 30.9.2009 kl. 10:44
Það voru líka bankar í Bandaríkjunum sem féllu alveg eins og íslensku bankarnir og má segja að þeir séu ástæðan fyrir því að íslensku bankarnir féllu. Þeir voru líka með útibú í Bretlandi en þeir sögðu bara "fudge it" og tóku alla peninga frá Bretunum. Svo eru þeir alveg brjálaðir út í okkur fyrir að gera nákvæmlega sama hlut.
Þeir eru bara að níðast á okkur því þeir geta ekki níðst á Bandaríkjunum. Við erum ekkert alein, þetta eru bara ruddar.
Björn (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 11:17
Björn !
"Við erum ekkert alein, þetta eru bara ruddar."
Hverjir standa með okkur ? Jú góðvinir okkar Færeyingar . Það ber að meta það.
Óskhyggja breytir engu. Við stöndum bara frammi fyrir bláköldum veruleika-hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Bretar og Hollendingar skelltu á okkur stríði ( hryðjuverkalög Breta) og við erum sigruð þjóð- það er bara þannig. Græðgin varð okkur að falli. Fórum heldur djúpt í annara vasa...
Sævar Helgason, 30.9.2009 kl. 11:45
Ef núverandi ríkisstjórn hefur ekki meirihluta á þingi til þess að geta leitt málið til lykta er ekki sennilegt að mynduð verði ný ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem gæti leitt máli til lykta - án undanfarandi kosninga! Hvað sem er þjóðinni til heilla er, sem kunnugt er, afar umdeilt!
Gunnar Benediktsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:55
Við eigum að neita að borga, það hafa fleiri ríki gert áður. Samskipti við breta, hollendinga og sennilega bandaríkin myndu skaðast, en þau eru öll á einn veg í dag hvort sem er. Við eigum samt að geta fundið nýja vini, rússa, kínverja og svo auðvitað fyrri fórnarlömb IMF, þannig að við verðum vafalaust í betri sporum með því að neita þessum afarkostum, heldur en að blæða út, hægt og hljótt undir vögguvísu landstjóra IMF.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.