Landráðabrigsl þingmanna Framsóknar ?

Frétt af mbl.is

Jóhanna beitti sér gegn láninu
Innlent | mbl.is | 10.10.2009 | 11:35
Miðborg Ósló. „Ég hef heyrt að Jóhanna hefði sent Stoltenberg tölvupóst þar sem hún hefði sagt að förin okkar væri henni mjög óþægileg og því beðið forsætisráðherrann um svona bréf," segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um bréf forsætisráðherra Noregs til Jóhönnu Sigurðardóttur.
Lesa meira

Og meira:

Höskuldur Þór segir að ef rétt reynist hafi Jóhanna valdið íslensku þjóðinni miklum skaða með því að leggja stein í götu lánsins, en í bréfi Stoltenbergs kemur fram að um 90 milljarða króna umsamið lán sé skilyrt samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og að frekari lánagreiðsla frá Noregi sem geri samvinnu við sjóðinn óþarfa komi ekki til greina.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ef svo er þá það skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni. Við fengum engin önnur svör en að það þyrfti að koma formlegt boð. Það var alveg sama við hverja við töluðum.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér er mjög alvarleg yfirlýsing á ferð . Er hægt að skilja þetta öðruvísi en brigsl um hrein landráð ?

Ljóst er að þessi Noregsferð þeirra félaga Sigmundar formanns og Höskuldar þingmanns Framsóknaflokksins var hrein sneypuför. Hún byggðist á tilboði sem nánast utangarðs þingmaður Miðflokksins Norska gaf þeim félögum um 2.000 milljarða ísl.kr lán til Íslendinga. Miðflokkurinn er utan stjórnar í Noregi og er mjög lítill flokkur - svona svipaður og Hreyfingin á Íslandi.  Þessum manni treystu þeir félagar og fóru utan. Það eina sem þeir fengu var að stjórnvöld í Noregi myndu engin lán veita til Íslands nema að undangenginni endurskoðun AGS. Það hefur legið fyrir í marga mánuði.

Lágmarks krafa er að þeir félagar biðji forsætisráðherra Íslands afsökunar á þeim ummælum sem frá þeim hafa komið og vísað er til hér að framan af vef mbl.is

 


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er klárlega landráðsásökun, og ber að skoðast sem slíka.

Ég hef ekki á minni nokkuð langri ævi orðið vitni af annari eins skítmennsku hjá Íslenskum stjórnmálamanni. Og er DO þá ekki undanskilinn..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað gengur þessum mönnum til?  Er hægt að skrifa þetta og fleiri álíka upphlaup undir reynsluleysi eða klára forheimsku?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 13:14

3 identicon

Það er ekki hægt að neita athafnaleyski Jóhönnu og einstefnu hennar inn í Evrópuríki ESB. Það kæmi því ekki á óvart ef satt er sem sagt er að hún skemmi fyrir öllu sem ekki er hagur hennar stefnu í. Annað eins rugl hefur nú komið frá þessari ríkistjórn.

Landið (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Jóhannes: Nei.. Þetta eru fulltrúar þjóðar á þingi, og verða sem slíkir að bera ábyrgð á sínum gjörðum.

Það yrði vægast sagt óeðlilegt ef þessu máli væri ekki fylgt eftir..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 13:22

5 identicon

Þessir menn eru illgjarnir og ómerkilegir!!! og ég sé að einhver snillingurinn sem kallar sig landið hér að ofan er haldin sömu veikinni og þeir.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:27

6 identicon

Ragnar Örn ef þú hefur ekkert til málanna að leggja þá er góð regla að sitja og þegja.

Landið (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:40

7 identicon

taktu regluna þína  þá upp strax Landið því þú bara bullar og þvælir til varna lygamörðum og illgjörnum vitfirringum.

það eru afleiðingar verka framsóknarflokksins sem þessi ríkisstjórn glímir við og sú siðblinda ykkar að rífa kjaft í stað þess að skammast ykkar og þegja er sláandi.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:48

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ragnar: Líttu á bloggsíðu "landsins " og þá skilurðu..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

@ Hilmar, auðvitað tökum við til greina stöðu þeirra. Ég var svona af veikum mætti að velta upp skýringu en í sannleika hef ég afgreitt þá báða sem lýðskrumara.  Vek athygli á að Hitler komst til valda með svipuðum aðferðum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 13:55

10 identicon

Nú skil ég

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:05

11 Smámynd: Jón Sveinsson

Sælir piltar,

Tali JÓHANNA satt er ekki annað firir hana en að birta öll bréf sem hún hefur sent og fengið frá NOREGI. En ég trúi ekki orðum hennar svo migið er víst, séu framsóknarmennirnir að fara með fleipur, þá eru þeir sorar sem ættu að vera bak við lásog slá, Þeir þingmenn í hvaða flokki sem  er ber skilda að þjóna landanum af heiðarleika ekki að fela gögn, Alltaf er talað alt upp á borðinu þá hljóta bréfin að vera birt Á NÆSTUNI  EKKI GETUR Jóhanna látið það viðgangast að logið sé svona að þjóðinni nei ætli henni sé ekki sama.

Jón Sveinsson, 10.10.2009 kl. 14:06

12 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Sævar!

Ég er sammála þér.

Kv. Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 15:03

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Svona tala alþingismenn ekki um erlendan forsætisráðherra.  það gilda ákveðnar siðareglur og mannasiðir í diplómatískum samskiptum.  Það skiptir engu máli hvað Jóhönnu og Stoltenberg fór fram svona dónaskapur í fjölmiðlum er fyrir neðan allar hellur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 16:26

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

átti að vera "fór á milli"  en ekki "fór fram"

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 16:27

15 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hér er athugasemd á norska blogginu um frétt í ABC Nyheder um umsókn Framsóknar um lán frá olíusjóðnum sem einn bloggaði um, í lauslegri þýðingu minni:

Las bók eftir Per-Aslak Ertresvåg "Sofðu minn Litli Noregur" þar sem skrifað er um hversu spilltur lítli Noregur er, og sérstaklega Stoltenberg fjölskyldan. Noregur lánar ekki fé til Íslands vegna þess að öll Evrópa er að styðja ríki inn í ESB, ef við hjálpum ekki Íslandi verða þeir að ganga í ESB til að lifa af, og það er þess vegna sem norskir þingmenn reyna að selja allar eignir í Noregi sem við höfum átt um árabil. Árið 2004, seldi Norges Bank um það bil 90% af öllu gulli sem við reyndum í örvæntingu að varðveita í stríðinu, hvers vegna? Á níunda áratugnum var Noregur einkavæddur og í dag er sósíalismi neikvæður, hvers vegna? Ríkið má stjórna ákveðnum hlutum, það er ekki sósíalismi. Áður fyrr var öllum tryggður aðgangur að rafmagni því að við búum í Noregi og getur fólk dáið án hita, en eftir einkavæðingu, er allt í einu ekki hugað að hagsmunum almennings. Hvaða fyrirtæki hugsa um hag fólks?

Drykkjarvatn okkar er svo gott vegna þess að það er greitt með afnotagjöldum, en ef ákveðnir þingmenn í þinginu fá það sem þeir vilja þá selja þeir vatnið og við verðum að greiða sama lítraverð og fólk í Suður Ameríku og Afríku. Bólivía var heimsótt af "kapitalistum" allar náttúruauðlindir hurfu til einkafyrirtækja og borgarar glötuðu eigin auðlindum sínum, þeir gerðu uppreisn og fengu örlítið til baka. Þetta var hugmynd Íslands, selja burt allt og síðan sitja eftir með núll verðgildi og án aðstoðar frá Noregi eru þeir að berjast vonlausri baráttu svo að þeir verða að ganga í ESB, og þá fylgir Noregur þeim innan tíðar (vegna EES), við Noregur og Ísland, geta tekið sig saman og stofnað sitt eigið “UNION” sem hefði hagsmuni þegnanna og væri ummunað um að halda verðmætum í framtíðinni þannig að ef eitthvað gerist þá getum við varið okkur, en nú er það fjármagnið sem stjórnar og hagur almennings er ekki lengur í umræðunni. Heimurinn er spilltur, lítið á Obama varðandi friðarverðlauna Nóbels, hvað hefur hann gert nema að auka á stríð og draga úr hagkerfi og eyðileggja dollara, þannig að þá hverfur olíusjóðurinn okkar, og ástæða þess að Stoltenberg segir nei til Íslands er að hann er blankur.

Tilvitnun líkur.

Guðlaugur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband