30.10.2009 | 18:11
Misheppnaðir kvótagreifar
Misheppnaðar strandveiðar
Innlent | mbl.is | 30.10.2009 | 17:24
Því var harðlega mótmælt á aðalfundi LÍÚ í dag, að svokallaðar strandveiðar hafi tekist vel í sumar. Þvert á móti hafi þær verið eins misheppnaðar og efni stóðu til.
Lesa meira
Þetta er nú meiri afbrýðisemin í þessu kvótaliði sem lifa á þjóðinni í skjóli einokunaraðstöðu sem pólitísk hagsmunaklíka útdeildi þeim- úr sameign þjóðarinnar.
Nú þarf að stórauka þessar strandveiðar í vor og minnka tilsvarandi kvótann hjá þessu einokunarliði.
Einnig þarf að hraða upptöku á þeim ofurskuldsettu í kvótaliðinu og setja þann kvóta á almennan markað.
Síðan er að hraða tilkomu fyrningaleiðarinnar.
Bendi á frábærar greinar Ólínu Þorvarðardóttur, alþingismanns og varaformanns sjávarútvegsnefndar Alþingis- sem hún hefur sett fram bæði í Mbl . og á sinni boggsíðu. Þar kveður við nýjan og ferskan tón. LÍU eru lafhræddir við alþingismanninn, einkum skoðanir hennar og málafylgju.
Misheppnaðar strandveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.