17.11.2009 | 10:15
Innlend orka fyrir bílaflotann sett á framkvæmdastig..
Beint í meginmál síðu.
Fréttablaðið, 17. nóv. 2009 06:00
Vill innlenda orkugjafa
Iðnaðarráðherra tók við Athafnateygju númer eitt við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar í gær. Hún ætlar að rekja smiðshögg á áætlun sem leiðir til þess að bílar hér noti innlent eldsneyti. Mynd/GVAMeð athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafnateygjunni svokölluðu.
Og :
Það er eiginlega aðeins til að hvetja þau hjá Nýsköpunarmiðstöð áfram til góðra verka. Þau hafa lyft þvílíku grettistaki," segir Katrín og bætir við að kraftaverk hafi átt sér stað í íslenskum hátækni- og sprotageira. Bæði séu þar að verða til á fimmta hundrað störf auk þess að stefni í að velta í leikjaiðnaði einum verði tíu milljarðar króna í ár. Þetta er stórkostlegur árangur," segir hún.
Katrín bindur miklar vonir við nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér endurgreiðslu fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarvinnu auk frumvarps um fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum.(Visir.is)
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Undir forystu iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur er greinilega unnið af krafti við uppbyggingu smárra og meðalstórra nýsköpunarverkefna sem koma til með að leggja grunn að nýju atvinnulífi.
Hæst ber auðvitað að hætta innflutningi og notkun á jarðefnaeldsneyti á bílaflota landsmanna og nýta okkar innlendu raforku. Það verkefni er sambærilegt og þegar Íslendingar hófu nýtingu á heitu vatni til húsahitunar.
Mikilvægt er að sóa ekki óhóflegri orku til álvera á lágu verði þar sem arðurinn hverfur úr landi til hinna erlendu eigenda. Nóg komið af álverum.
Þjóðin getur verið bjartsýn...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.