Stjórnmálamenn fyrir Landsdóm ?

Ráðherrar fyrir dóm?
Innlent | Morgunblaðið | 18.11.2009 | 5:30
Ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vorið 2007. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir upp þeirri alvarlegu spurningu hvort aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í aðdraganda hrunsins í fyrra kunni að varða við lög um ráðherraábyrgð.
Lesa meira

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Að fljóta sofandi að feigðarósi er ekkert fráleit samlíking þegar aðdragandi hrunsins á Íslandi er greindur.

Ljóst er að mjög margar aðvaranir og ábendingar komu til íslenskra stjórnvalda löngu áður en hrunið varð algjört.

Stjórnvöld brugðust við með dylgjum og háði - hér væri ekkert að og framtíð bankakerfisins björt og traust.

Ráðherrar fóru í leiðangra austur og vestur um höf til að leggja áherslur á traustleika stjórnarfarsins. 

Annar stjórnarleiðtoginn var allan sinn starfstíma á stöðugum ferðalögum um heiminn í kosningabaráttu fyrir sæti í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Hér heima var engu sinnt.

Látið var reka á reiðanum. Þjóðinni talin trú um að hér væri allt í stakasta lagi- þegar allt var leið í hrun .Ljóst er að þjóðin kýs á fjögurra ára fresti forystu fyrir sínum samfélagsmálum. Það er mikið traust sem því fólki er sýnt sem velst til forystu þjóðmála.

Komið hefur í ljós að auðmenn í viðskiptalífinu mokuðu milljónahundruðum í stjórnmálamenn - einkum í prófkjörsslag þeirra- til hvers ? Æ sér gjöf til gjalda.Viðskiptaráð Íslands hældist mjög um að það hafi náð fram > 90% af ýtrustu óskum um afnám hamlandi laga og reglna á viðskiptalífið.

Viðskiptalífið hreinlega virðist hafa yfirtekið stjórnmálalífið. 

Einkaþotur viðskiptajöfranna voru þéttskipaðar stjórnvaldsaðilum á tíðum ferðum þeirra-allt frá forseta Íslands og ráðherra til lægra settra. 

Og íslenskt efnahagslíf þraut örendið í októberbyrjun árið 2008. Stjórnmálaelítan vaknaði við martröð- en of seint.

Það var allt hrunið.

Allar aðvaranir sem það hafði fengið voru á rökum reistar. Ábyrgðartilfinningin var engin.

Við bíðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis....og viðbragða við henni.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband