Icesave þingfundur þar til yfirlýkur- loksins.

Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Innlent | mbl.is | 2.12.2009 | 20:27
Þingmenn eru brúnaþungir yfir Icesave-umræðunni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, greindi þingmönnum frá því fyrir skömmu að þingfundi verði haldið áfram þar til mælendaskrá er tæmd. Fjórtán þingmenn eru enn á mælendaskrá, allir úr stjórnarandstöðunni. Umræðuefnið er sem fyrr frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga.
Lesa meira

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Það var mikið að tekin var upp röggsöm þingfundarstjórn . Nú á þingfundi að ljúka þegar mælendaskrá er tæmd. Fróðlegt að sjá í fréttum í fyrramálið hvað margir verða ennþá á mælendskrá....


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjalli Sævar !

 Frá ynstu hjartarótum.

 Finnst þér  VIRKILEGAað afkomendur þínir eigi að greiða, um og yfir 700 milljarða króna, vegna afglapa samlanda þinna. Allt - burt frá þínum stjórnmálaskoðunum  eða þeirra ??

 Vertu heiðarlegur við þína samvisku.

 Mannstu hvað Jóhanna sagði.: " Okkur ber EKKI LAGALEG skylda til að greiða".

 Samt, samt virðistu vera þeirrar skoðunnar að " skítnar" 700 MILLJARÐAR séu okkar að greiða ??

 Hversvegna ?

 Komdu nú !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Sævar Helgason

"Kalli Sveinss"

Þetta er mín skoðun á þessu Icesavemáli . Þetta er ömurlegt mál sem ég á engan þátt í sköpun á og hef andstyggði á þeim öflum sem bjuggu það til af Íslands hálfu.:

Þetta ICESAVE mál sem í raun var samþykkt af hálfu Íslendinga fyrir um einu ári síðan með undirskrift Seðlabankastjórans, Davíðs Oddssonar og fjármálaráðherra ,Árna Matthiesen  fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands- er stórpólitíkst milliríkjamál.  Ísendingar standa einir gegn Evrópuþjóðunum- þar með talið Norðurlöndunum.

Við eigum engra kosta völ annan en þann að ganga að þessu samkomulagi við Breta og Hollendinga. Allar frekari tafir á afgreiðslu  þess- eru Íslendingum aðeins til tjóns. Við einöngrumst efnahagslega frá umheiminum-varðandi gjaldeyris og erlend lánamál.

Lífskjör okkar myndu hríðfalla á næstu misserum frá því sem nú er. Það átti að samþykkja þessa kosti strax sl. vor. Þá værum við betur komin efnahags og atvinnulega en nú er. 

Við höfum ekki afsalað okkur þeim rétti að endurupptaka málið síðar. Regluverk ESB er meingallað - en við ein og sér breytum því ekki. Miklar líkur eru á að eftir 5-6 ár verði skuld okkar jöfnuð út innan ESB þegar ró færist yfir efnahagskerfi ESB landanna...

Sævar Helgason, 8.12.2009 kl. 20:36

3 identicon

Ljúfi Sævar !

 " Lífskjör okkar hríðfalla á næstu misserum".

 Bíddu nú !

 Hversvegna ættu lífskjörin að hríðfalla ???

 Sérðu fyrir þér að sama yrði gert við þjóð okkar og Bandaríkjamenn hafa gert um áratuga skeið við Kúbu ??

 Viðskiptabann ?? !!

 Gleymdu ekki Sævar minn góður að - jú, að við erum í NATÓ !

 Viðskiptabann því út úr öllum kortum !

 " Skuld okkar jöfnuð út innan ESB".

 Nú brosum vér - meira að segja út í VINSTRA !

 Það er bara svona. Íslenskir fiskimenn eiga í framtíðinni að fiska eftir fyrirmælum frá blýantsnögurum úti í Brussel !

 Segi bara sem Haarde fyrir ári.:  " Guð blessi Ísland" !!

 Legg til þú flytjir t.d. Stavangers !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Sævar Helgason

"Kalli Sveins"

Ég hef nú lifað mestu breytingaskeið síðustu aldar enda fæddur á sumarsólstöðum árið 1938 . Var samtímaskólafélagi þeirra Stymis.G,- Halldórs B.- Ragnars A. og Jóns Baldvins í Laugarnesskólanum. Og nú í upphafi fyrsta tug þessarar aldar -upplifi ég hrunið. Árið 1944 ákvað Kaninn að styðja okkur til sjálfstæðis enda vorum við hersetin þjóð af þeim- í hildarleiknum mikla. Þeirra hagsmunir voru að fá hér góðan frið með herstöðvar - sem þeir fengu. Ísland var gríðarlega mikilvægt bæði í stríðinu sjálfu en ekki síst í kaldastríðinu. Við nutum ómældar velvildar frá Kananum. Þorskastríðin eru gott dæmi um þá velvild á kostnað Breta. Allar þjóðirnar voru í NATO en við hótuðum úrsögn ef ofbeldi Breta linnti ekki. Kaninn sá til þess að Bretar-gáfu eftir . Og síðan breyttist heimurinn . Ísland varð verðlaust í tilveru Kanans. Aðstoðarmaður í Pentagon hringdi í ráðherra hér og tilkynnti um brottför hersins á árunum 2003- 2004. Ísland stóð eitt uppi án bandamanns. Og í miklmennskubrjálæði ætluðum við að bæta hlut okkar í heimsmálunum með því að gerast fjármálaveldi. Það tók okkur 4-5 ár að setja Ísland efnahagslega á hausinn. Allar fjármálastofnanir lokuðu á okkur og svo er enn. AGS sér um að við höldum nægu fé til lífsviðurværis. Rán okkar í Bretlandi og Hollandi sem Landsbankinn einn Ísl. banka fékk að stunda í skjóli Sjálfstæðisflokksins - leiddi til setningu hryðjuverkalaga í Bretlandi- það varð efnahagsstríð. Nú er verið að semja um efnahagslegt vopnahlé með þeim skilmálum að við greiðum einhvern hluta af ránsfeng okkar til baka. Um það snýst Icesavesamkomulagið.. Höfnum við þeirri sáttahönd- þá megum við éta að það sem úti frýs. Ljóst er að miklar viðskiptahömlur verða settar á okkur . EES samningurinn heyrir þá sögunni til-markaðir tapast. Allar greiðslur fyrir vörur verður að staðgreiða. Við verðum án vina. Þú minnist á NATO - hvað er það í dag- hver er okkar styrkur- hverju hótum við núna . Öllum er sama...Umheimurinn ætlast til að við viðurkennum skuldir okkar og stöndum í skilum.

Þegar þjóðn var búin að eyða stríðsgróðanum á árunum 1948-49 - þá varð matarskortur -allt skammtað-það litla sem fékkst innflutt. Landbúnaður fæddi ekki þjóðina. Ég man þá tíð að smjör fékkst ekki , langtímum saman. Þá var lýsi og vatn soðið saman og búinn til bræðingur ofan á brauð. Þá gengum við í NATO og Kaninn kom með mjöl og hveiti....

Nú er enginn Kaninn og NATO er að stússa í Afganistan-með Kananum.

Já , "Kalli minn Sveinss " nú er bara að horfa raunsætt á málin- þó ill séu...

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið...

Sævar Helgason, 8.12.2009 kl. 23:12

5 identicon

Snjalli Sævar !

 Í einu slæ ég þér út. !

 Er fæddur sjö árum þér á undan !

 Var vitni  að þegar ræðismaður Hitlers var handtekinn á Túngötunni , 10,maí 1940 !!

 " Fátt er reynslunni fróðari " !

 Í grunninn erum við vopnabræður.

 Sjáum hinsvegar þjóðmyndina örlítið misjafnt. - Einkar mannlegt - og sýnir, að þótt báðir séum komnir á áttræðisaldur - er heili beggja, tær sem bergvatnslind !

 " ASG sér um að við höldum nægu fé til lífsviðurværis".

 Sævar vor góður!¨

 Ertu á þunglyndislyfjum ?? (þunglyndislyf, mest notuð hér á landi af öllum Norðurlöndum! )

 Félagi !

 Þrátt fyrir hrunið, erum við ein ríkasta þjóð veraldar.

 Sjávaraflinn - innan  "OKKAR EIGIN EIGNAR" 200 mílnanna - .

 Fallvötnin.

 Orkan í iðrum jarðar !

 Gríðarlega góð allhliða menntun þjóðarinnar.

 Nei, félagi. Betlistafi þurfum við ekki að biðja um !

 Trúðu á landa þína - þeirra dugnað - þeirra orku.

 Þjóð sem lifði af myrkur miðalda - myrkur svartadauða- myrkur Skaftárelda.

 Sú þjóð mun lifa af - án ESB - án Icesave !

 "Litla þjóð sem átt í vök að verjast,

 vertu ei við sjálfa þig að berjast."

 Lifðu heill, góði landi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:11

6 Smámynd: Sævar Helgason

Sæll á ný, "Kalli Sveinss"

Það var ekki mulið undir þessa kynslóð sem fædd var fyrir seinna stríð.

Og lengi býr að fyrstu gerð.

Nú er lífið hjá mér að mörguleyti sem það var í æsku.

Allt fiskmeti er sótt í sjóinn á smá bátshorni-allar þessar hefðbundnu tegundir- þorskur,ýsa,lúða,rauðmagi,steinbítur og koli.

Ennþá má maður veiða sér til matar hér í þessu landi.

Þessi afli er síðan verkaður ,utan nýmeti ,í frystingu,saltfisk og harðfisk .

Skotinn er sjófugl ,skarfur og svartfugl.

Þessi veiðiskapur hefst um miðjan janúar og lýkur um jólaföstu-ár hvert.

Þessi útgerð ber sig með miklum ágætum..skuldlaust og ódýrt í rekstri.

Einnig er farið til fjalla og skotin rjúpa-18 stk bíða jólanna að þessu sinni.

Berjatínsla að hausti er drjúg.

Silungsveiði er vinsæl og lofttæmd djúpfrysting geymir silunginn sem nýjan í 6-8 mánuði.

  Alla vinnslu á þessu lærði maður í æsku.

Síðan stunda ég kayakróðra víða um landið yfir sumarið - á milli fiskveiðanna.

Á þunglyndislyfjum spyrð þú ? Hvur djöf...inn er það... ? Þekki það ekki. 

Sammála þér í því að á Íslandi er mikill mannauður í dag.

Hér á þessu landi getum við búið við allsnægtir- ef við kunnum fótum okkar forráð og förum vel með okkar auðævi.

Á það hefur skort - því er svona komið-um sinn.

En með einbeitingu á útflutning í fjölbreyttu úrvali og sem mestri fullvinnslu á okkar afurðum (orka og ferðamennska er líka útflutningur) þá verðum við fljót að vinna okkur út úr þessari kreppu sem nú hrjáir marga. (ég er undanskilinn)

En skuldirnar sem troðið var uppá okkur forspurðum- þarf að borga svo við stöndum í lappirnar og berum hausinn hátt gagnvart heiminum... Þannig er ég uppalinn...

 Bestu kveðjur til þín, "Kalli Sveinss"

Sævar Helgason, 9.12.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband