24.12.2009 | 11:12
Hrikalegur viðskilnaður íhaldsins
Gjaldeyristekjur duga ekki
Innlent | Morgunblaðið | 24.12.2009 | 5:30
Samkvæmt upplýsingum af skuldatryggingamarkaðnum og útreikningum erlends greiningarfyrirtækis eru fjórðungslíkur á greiðslufalli ríkisins.
Lesa meira
Mogginn birtir á forsíðu í dag ,aðfangadag jóla 2009 , hluta úr söguskoðun Davíðshrunsins. Þar segir að 25 % líkur séu á greiðslufalli íslenska ríkisins , að mati erlends greiningafyrirtækis.
Alvarlegustu álitamálin eru gjaldþrot Seðlabanka Íslands,Icesave og kostnaður við endurreisn bankakerfisins.
Hér greinir Mogginn frá hrikalegri stöðu Íslands- ef svona fer.
Óstjórn Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum er eftir þessu að dæma að leggja íslenska þjóð á hnén. Varla fer Mogginn hér með fleipur- ritstjórinn er sjálfur hrunstjórinn að leggja mat á afleiðingu eigin verka..
En vonandi er of djúpt í árina tekið af hrunstjóranum á Mogganum og að okkar Íslendinga bíði bjartari og gæfuríkari framtíð - með þeirri ríkistjórn sem nú heldur um stjórnvölinn-það er okkar von.
En eigum gleðileg jól.
Gjaldeyristekjur duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Misskilningur.
Íhaldið klúðraði, það varð bankahrun.
Það er minnsta málið í dag. Þjóðin hefur þolað nokkur áföll nú þegar, og mun þola fleiri. Íhaldið ber bar ábyrgð á einu af þessum áföllum. VG og samspilling eru ábyrg fyrir öllum hinum þegar komnum, ásamt þeim sem eru að koma.
Sagan mun sýna að bankahrunið er bara aukaatriði miðað við þau skemmdarverk sem núverandi stjórnvöld eru að vinna. Smáatriði...
gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 15:53
Sammála þér Gunnlaugur, stormurinn er búinn, en núverandi stjórn snéri skútunni við og stefnir hraðbyr í storminn aftur.
Gleðileg jól.
Atli (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.